Einu sinni var sú tíð að ég var dyravörður í miðbæ Reykjavíkur. Staðirnir sem ég hef unnið á eru t.d. Gaukur á stöng, Glaumbar, Sólon Íslandus, Hús Málarans, Club 7 og Astró.

Fyrstu 6 mánuðina fannst mér þetta æðislega spennandi, og gaman að fá að vinna við þetta. En eftir að hafa skrúbbað upp of mikla ælu, þurrkað of mikið blóð, rifist við of marga fulla fávita og lent í of mörgum slagsmálum komst ég að einu, Íslendingar eru meira en leiðinlegir þegar þeir hafa áfengi um hönd.

Í fyrsta lagi heyrist ekki mannsins mál inni á þessum stöðum, og menn þurfa að beita brögðum til að gera sig skiljanlega, hafið þið aldrei farið á pöbb í útlöndum?? Þetta er hvergi svona nema á þessu skeri!

Annað mál eru biðraðirnar, kanski ekki beint raðirnar, heldur fólkið sem stendur í þeim, “Kommon, hleyptu okkur inn” er algengt, “Má ég fara inn” ha?? Hvað gerir þig svona spes? “Viltu hleypa mér framhjá?” Kom oft, og svo hið sígilda “Ég var hérna áðan” HAHAHA!! Hversvegna varstu þá að fara? En tvennt sem mér þótti meira en lítið sorglegt, þegar úti var skítakuldi … og fólk var að klæða sig eins og væri 20. júlí og blankalogn!! Varð síðan alveg brjálað út í okkur (dyraverðina) fyrir að hleypa sér ekki inn alveg um leið, það sem var jafnvel leiðinlegra en þetta var troðningurinn … guð minn góður hvað troðningurinn fór í mig!! Ég hef einu sinni séð svona troðning áður, þá var ég í sveit og við vorum að smala rollum!

Svo þarf maður að vera almennilegur og rökræða við ykkur, og útskýra afhverju ég var t.d. að henda þér út, ég hef þurft að segja “Ég er að henda þér út, vegna þess að við mígum ekki á veggina hér inni” … pældu í þessu!! Svo var gaurinn hissa!! Ég hef hent mönnum út fyrir að snorta kók á baðherbergi, slást úti um allt, berja konur, hella bjór yfir alla, ofurölvun, hótanir og margt margt fleira. Eitt áttu allir sameiginlegt (ekki bara kk í þessum hópi, margar stelpur líka), allir voru jafn saklausir og hissa, og þegar maður var að útskýra fyrir þessu liði afhverju ég neyddist til að vinna vinnuna mína fékk maður oft kjaftshögg eða reynt var að sparka í punginn á manni (stelpurnar sáu um það), og það sem brást ekki var að þegar maður náði liðinu á skeljarnar fór það að kvarta og væla “Af hverju ræðstu á mig?” … ARGH!! Þá fyrst langaði mig að beita ofbeldi, en stundum kom að sjálfsögðu fyrir að maður lennti í slagsmálum, þó oftast þegar maður var að stoppa eitthverja tvo alblóðguga hálfvita frá því að drepa hvorn annan, í þakkir fékk maður kjaftshögg, enni í andlit, olnbogaskot og blóðslettur, ekkert að þakka vinur.

Svona gekk þetta kvöld eftir kvöld, og það eina sem hélt í rauninni geðheilsunni gangandi voru hinir dyraverðirnir, við djókuðum og reyndum að létta hvor öðrum lundina. En það sem mér þótti allra allra allra verst var þegar við vorum að reyna að loka. Það þurfti bókstaflega að draga þetta lið út á kraganum, öskrandi og berjandi! NEIIII!! ÉG VILL EKKI FARA!!! Hvaða veruleikaflótti er í gangi?

Vissulega á þetta ekki við um alla þá sem ég hitti sem dyravörður, en alveg ótrúlega marga, og því miður er það þetta sem situr eftir í minningunni, fyrir utan örfá atvik þar sem fólk hefur verið virkilega almennilegt og kurteist.

Svo er ég ofsóttur sem glæpamaður þegar ég sit heima hjá mér, eða annarsstaðar, salírólegur að reykja gras. Hvar er hræsnin?