Er það bara mér sem finnst þetta bara algjört kjaftæði? Ég meina, hver er ríkisstjórnin að afsala okkur þeim réttindum á því að setja hvað sem maður vill í líkama okkar?

Það er ekki eins og það skaði einhvern annan nema þá sem nota. Nema kannski einstaka mál þar sem einhver er í vímu og fremur glæpi, en eru það fá mál nógu mikið til að banna okkur hinum að nota fíkniefni?

Hvernig getur ríkisstjórn afsalað okkur því frelsi á að setja hvað sem við viljum í líkama okkar? Svo lengi sem við erum ekki að skaða aðra?

Það er ekki eins og marjúana sé eitthvað banvænt, það er einfaldlega ekki hægt að deyja úr of stórum skammti, svo hví ekki leyfa þeim sem vilja nota það, að nota það?

Meina, þetta bann er bara að skapa fleiri vandamál en það leysir.
Vandamál sem það skapar: Meira um smygl, ÞAÐ ER ÞÁ LÉTTARA FYRIR UNGT FÓLK AÐ SÆKJAST Í ÞETTA! því að við vitum öll að fíkniefnasalar eru ekki að spurja um skilríki og ef þetta væri löglegt þá væri væntanlega sétt ‘aldurstakmark’ á þetta, eins og með sígarettur og áfengi.

Þetta er ekkert að virka finnst mér, bara eins og með áfengisbannið hérna fyrir einhverjum árum síðan, það varð bara meira um smygl og heimabrugg og þannig óþverra.

P.s. Ekki það að ég mundi nokkurntímann vera svo vitlaus að nota þetta.
En leyfið þeim sem að vera vitlausir sem vilja það. Það er ekki okkar mál að segja hvað hver getur gert eða ekki, ef einhver vill neyta fíkniefna þá ætti hann að eiga fullann rétt á því.
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.