raunveruleg brot?
Fíkniefni og trúarbrögð eru líklega tveir elstu fylgifiskar mannkyns. Í egypskum ljóðum allt frá tvöþúsund fyrir krist er ástinni líkt við hina ljúfustu vímu og nokkrum árþúsundum síðar útlista skáldin Wiliam Blake og Charles Baudelaire ágæti þeirra jafnt innan formsins sem í listalegum prósa. Við fyrstu sýn gæti virst sem þessir tveir þættir mannkynssögunnar séu ekki um margt líkir en við nánari atugun má greina að hrein fordæming ríkisvaldsins á neyslu fíkniefna er ekki um margt ólík þeim bókstafstrúar hugmyndum sem gerðu samkynhneigð ólöglega og afbrigðilega á sautjánuöld og urðu áðurnefndum Wiliam Blake að fjörtjóni, í óbeinum skilningi. Við upphaf menningarinnar var samasem merki milli trúarbragðahátíða og neyslu fíkniefna. Í Grikklandi til forna var voru helstu trúarhátíðir Dyonisusarhátið hin minni og nokkrum mánuðum síðar Dyonisusarhátið hin meiri. Á þessum árum höfðu menn enn ekki sett sig ofar náttúrunni og töldu sig enn síður hafa beislað hana, Dyonisusarhátíðirnar tvær voru því uppskeruhátíðir. Trúarbrögðum fylgdi neysla en í hinum vestrænu ríkjum nútímans er neysla orðin að trúarbrögðum. Gerist neysluþegninn sekur um áhugaleysi gagnvart hinni æskilegu neyslu fjöldaframleiðslunnar hefur hann framið drottinsvik og er því dæmdur til hegningar annaðhvort í formi fjárupphæða ellegar fangelsisvistar. Offituvandamál er orðið eitt stærsta heilsufarsvandamáli hins vestræna heims og ekki höfum við Íslendingar orðið af hinum endalausa áróðri ríkisvaldsins um hættur þess að vera í umferðinni. Þó eru hvorki bílar né skyndibitar bannaðir þrátt fyirr að vera ekki annað en nýabrum í samanburði við trúarbrögð og fíkniefni. Það er því nokkuð ljóst að í þeirri nýtilkomnu ,,staðreynd” að neysla fíkniefna sé bæði skaðleg og refsiverð er ekki eftir neinu náttúrulegu eða upphaflegu að slægjast heldur er hér einfaldlega um að ræða ótta hinnar ráðandi stéttar við það sem hún þekkir ekki. Ennfremur má benda á að vesturlönd hafa ekki af miklum fíkniefnaauðlindum að státa og því væri það aðallega þeim löndum sem kölluð hafa verið þróunarlönd í hag ef farið væri aftur að líta á framleiðslu fíkniefna sem auðlind og ráðandi stéttin ,,vesturlönd” hefðu því lítinn fjárhagslegan ágóða af því að leggja niður þá pólutísku réttrúnaðarstefnu sem afdráttarlaust boðar/skipar að fikniefni séu einfaldlega ,,vond”. Súberneyslu samfélögin í vestri ganga líka að miklu leyti út á að selja hugmyndafræði, þegnum þeirra er talið trú um að höndli þeir hinn eða þennann hlut eða öðlist einhverskonar eftiursóknavert útlit eða eginleika verði þeir hamingjusamir sem sagt, samfélög okkar byggjast upp á að geta keypt sér falska ímynd hamingjunnar og vetvangur þeirrar semkeppni sem þessi míta byggir á eru skólakerfin og atvinnumarkaðirnir og allt sem þessum tveimur risa stofnunum fylgir. Við neyslu fíkniefna virkjast sviðpaðar stöðvar og hjá námsmanninum þegar hann fær há einkun, hlauparanum þegar hann nær settu marki og hjá bankastjóranum þegar hann mætir til vinnu á nýja porsche jeppanum sýnum. Ef löglegt væri að selja þessa skammvinnu hamingju á flöskum, í vinlingum eða í pilluformi væru líklega fáir sem teldu sér það lífsnauðsinlegt að hlaupa á eftir fermetrum, hestöflum eða meðaleinkunum. Þannig mætti segja að brot á fíkniefna lögjöf séu brot á hinum sameginlega neyslurétttrúnaði vesturlanda, sem reyndar festir óðum klærnar á nýjum miðum jafn með beinni yfirtöku sem og með lymskulegri aðferðum sjónvarpsstöðva og annarskonar útbreiðslu vestræns hugmyndafforræðis.


á hverjum er brotið?
Eins og áður sagði er það þannig guð hugmyndaforræðis súperneyslusamfélagana sem fíkniefnaneytendur brjóta gegn en hverjir eru þá hinir raunverulegu þorendur þessara nútíma nornaveiða? Það eru ekki einungis þróunarlöndin sem snuðuð eru gersamlaega um sitt ál eins og viðeigandi væri að segja um nýjustu siðleisu fimmtu ríkustu þjóðar heims heldu eru það auðvitað, á átakanlegan hátt í orðsinns fyllstu merkingu hinir lægst launuðu, lægst settu og minst metnustu sem býsnast er yfir að neyti fíkniefna. Hinir sem vel hafa efni á því nota kókaín sem stöðutákn í kauphöllinni enda einskorðast neyslugeta þeirra ekki við fíkniefni og því er réttrúnaðinum í það minst sinnt til hálfs og gullkálfurinn lítur undan. Hinir sem ekki eru aflögu færir og hefðu að öllu jöfu hvort sem er ekki efni á að kaupa sér hugmyndafræði hamingjuna í formi fermetra, hestafla og hárra einkunna og hafa að öllum líkindum verið álitnir, bara þetta fólk í grunnskóla njóta hinsvegar ekki sama umburðalindis. Lágstéttin skal þræla fyrir gervi-hamingjunni öðrum í samfélaginu til góða og ekki voga sér að kaupa hana í kompakt formi á svörtum markaði. Ennfemur nýta margir fíkniefnaneytendur það hugmyndaforræði sem þeir öðlast í gegnum þá ,, hættulegu reynslu” sem ,,hinn harði heimur fíkniefnanna” veitir þeim, klæðast í samræmi við það, tala í samræmi við það, hugsa í samræmi við það og svo framvegis. Maðurinn óttast það sem hann þekkir ekki og því er fíknienaneytandinn sannfærður um það að hann standi á grafarbakkanum með öllum tiltækum áróðri og jafnvel innilokun, lokaskrefið í niðurlægingu hanns og síðast og áhrifa mesta tilraunin til að koma honum aftur undir járnhæl hinna ,,velmeigandi” og ,,farsælu” er meðfeðferð. Með öðrum orðum skilyrðislaus játning á yfirburðum ríkjandi hugmyndaforrræði og loforð um að breiða út boðskapinn osamt því auðvitað að ganga auðsveipur inn í skilvindur súperneyslusamfélagsins það er að segja að koma sér í vinnu eða skóla.