Einmitt…enn ein greinin um Palestinu!

Margar greinar hafa byrst um atokin i Mid-Austurlondum her a Huga.is. Adrir vefmidlar hafa einnig verid duglegir vid ad skrifa um malefni Palestinu og Israels og ma thar nefna Kreml.is, Murinn.is og Silfur Egils/Strik.is. Nuna um daginn byrti Egill fraebara grein um sidustu atburdi i Palestinu sem eg verd ad deila med ykkur. Gaman vaeri ad heyra skodanir ykkar a henni.

Einnig vil eg benda a storgod skrif a Kreml.is thar sem Sigurdur Petursson segir m.a. “Palestínumenn eiga sér ekkert ríki og ekkert land og engan her. Palestínumenn eru fórnarlömb útþenslustefnu og kúgunar Ísraelsmanna gagnvart þjóð sem býr í sama landi. Þjóð sem nú er lokuð inni á afmörkuðum landsvæðum innan landamæra Ísraels. Svæðum sem umkringd eru hermönnum og lokuð af með víggirðingum. Þar sem íbúarnir eiga sífellt yfir höfði sér árásir á heimili sín og þjónustustofnanir eins og skóla og sjúkrahús. Allt undir stjórn herskárra Ísraelsmanna, sem hafa þá yfirlýstu stefnu að losna við þetta fólk af yfirráðasvæði Ísraelsríkis. Kannast einhver við svipaða lýsingu frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar? Getur kaldhæðni sögunnar orðið öllu meiri?” Greinina ma finna a slodinni: http://www.kreml.is/?o=833


——————————————————————-

“Hví mega Palestínumenn ekki verja sig?

Palestínumenn eiga í höggi við andstæðing sem hefur yfir að ráða fullkomnustu vopnum í heimi. Orrustuþotum, herþyrlum, eldflaugum, meira að segja kjarnorkuvopnum - og líklega efnum til sýklahernaðar. Sjálfir hafa Palestínumenn varla annað að grípa til en grjótið úr húsum óbreyttra borgara sem ísraelski herinn er í óða önn að rífa. Í gær réðust jarðýtur á heimili þar sem bjuggu um fimm hundruð manns.

Hvað er þá að því að Palestínumenn reyni að smygla vopnum inn í land sitt? Er það ekki bara í hæsta máta eðlilegt? Sjálfsögð viðbrögð fólks sem hefur verið traðkað á og reynir að verja hendur sínar? Er ekki einmitt talað um réttinn til að verjast þessháttaðri kúgun í einu helsta öndvegisplaggi frelsiselskandi manna, sjálfri stjórnarskrá Bandaríkjanna?

Hvaða endaskipti hafa orðið á sannleikanum í Ísrael/Palestínu? Umfjöllunin í fjölmiðlum er alltaf eins og verið sé að brjóta gegn kúgaranum, þeim sem stendur fyrir einhverju langvinnasta hernámi sem um getur og stórfelldu ráni á eignum undirokaðs fólks. Ísraelsmenn taka flog af hneykslan yfir vopnaskipinu, eða láta þannig - því auðvitað eru þetta mestanpart látalæti og áróður - og Bandaríkjastjórn spilar með, ódrátturinn í Hvíta húsinu og utanríkisráðherra hans. Sameinuðu þjóðunum er haldið í gíslingu af þessu liði, Bandaríkjamenn flagga neitunarvaldi sínu í Öryggisráðinu; það má ekki einu sinni senda óháða eftirlitsmenn til Palestínu af ótta við að stríðsglæpamanninum Sharon kynni að mislíka.

Undanfarna daga hefur Ísraelsstjórn enn einu sinni berað grimmd sína. Aðgerðir hennar beinast fyrst og fremst gegn saklausum borgurum. Völdin í Ísrael eru líka í höndum manna sem fóru aldrei leynt með það ætlunarverk sitt að eyðileggja friðarsamningana sem kenndir voru við Osló. Það voru raunar mjög ófullkomnir samningar og hallaði illa á Palestínumenn, en þeir fólu þó í sér von. Sökin fyrir því að svona fór liggur nær eingöngu hjá Ísraelsstjórn, og þá fyrst og fremst hjá ofstækismönnunum sem gátu ekki fórnað órum sínum um Stór-Ísrael. Síðan friðurinn var saminn hafa menn eins og Benjamín Netanyahu og Ariel Sharon verið leynt og ljóst að spilla fyrir. Friðarpostula eins og Simon Peres hafa þeir notað eins og gólftuskur. Það voru þeir sem ekki hlíttu ákvæðum Oslóarsamningsins um að Ísraelsher drægi sig til baka frá hernumdum svæðum. Þeir héldu áfram að leggja meira og meira af hinu hertekna landi undir ofsatrúarfólk sem trúir þjóðsögum um að Ísraelsmenn hafi heilagan rétt til að eignast land Palestínumanna.

Vopnaskipið er himnasending fyrir þessa náunga, það má nota til að herða enn tökin. Hugmynd þeirra hefur alltaf verið sú að beygja Palestínumenn í duftið, að engir samningar komi til greina fyrr en þeir hafa kysst vöndinn. Svo krefjast þeir þess, með sömu uppgerðarlegu móðursýkinni, að Arafat komi böndum yfir hryðjuverkamenn í röðum Palestínumanna. En á sama tíma sprengja þeir lögreglustöðvar og alla innviði hins palestínska samfélags í frumparta, millilandaflugvöllurinn við Gaza er rjúkandi rúst og höfnin þar hefur verið sprengd. Markmiðið er að loka Palestínumenn alveg af frá umheiminum, að breyta svæði þeirra í gúlag. Alltaf fjarlægist friðarvonin. Úr svona umhverfi vex ungt fólk sem er fullt af hatri og getur varla séð neina aðra drauma sína rætast en veikburða hefnd á ofsækjendum sínum. Maður getur varla láð þeim sem á endanum feta hina myrku braut hryðjuverka. Eða hvaða aðrar leiðir býður heimurinn Palestínumönnum til að verja sig? En þjóð eins og Íslendingar getur náttúrlega brugðist við þessum atburðum með einni mjög hreinlegri aðgerð sem myndi vekja heimsathygli - að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael…”

——————————————————————-

Adrar greinar Egils um Palestinumalid eru ekki sidri og gefa goda mynd af thvi sem er ad gerast i Palestinu: “Arafat er ekki málið”(http://www.strik.is/frettir/pistlar_egils.ehtm?id=1128), “Nasistar?” (http://www.strik.is/frettir/pistlar_egils.ehtm?id=827) , “Apartheid að hætti Ísraelsmanna” (http://www.strik.is/frettir/pistlar_egils.ehtm?id=771) og sidast en ekki sist “Setjum harðstjóra út í kuldann” (http://www.strik.is/frettir/pistlar_egils.ehtm?id=1122).
A