Travolta segir að Vísindakirkjan hefði getað komið Önnu Nicole til bjargar John Travolta segir að Anna Nicole Smith kynni að vera enn á lífi ef
hún hefði skráð sig í umdeilda fíkniefna- og afeitrunarmeðferð hjá
Vísindakirkjunni.

Meðferðin kallast Narconon, en hún hefur sætt mikill gagnrýni fyrir
óhefðbundnar aðferðir sem beitt er við hana, en hún er í samræmi við
hugmyndir stofnanda Vísindakirkjunnar, L.Ron Hubbard.

„Við hefðum getað hjálpað henni með Narconon en fengum ekki tækifæri
til þess. Ég vildi að við hefðum fengið það,“ sagði Travolta.

Meðferðin er m.a. fólgin í því að taka stóra skammta af vítamínum,
hlaupa mikið og sitja lengi í gufubaði til að hreinsa fíkniefni og
„geislun” úr líkamanum.

Vísindakirkjusinnar segja að Narconon skili árangri í 85% tilvika, en
gagnrýnendur segja að meðferðinni hafi í raun verið beitt til að gera
fíkla að meðlimum í söfnuðinum.
Fréttin var á mbl.is
—-

Ég hef áður skrifað um vísindakirkjuna og mér finnst það alltaf jafnt
létt að “afsanna” þetta sem þeir segja.

Ég veit ekki hvað þetta vítamín er en varðandi með að hlaupa mikið og gufubaðið þá held ég að ég viti hvað þeir eru að reyna að gera. Þegar maður hleypur þá svitnar maður, sérstaklega þegar við hlaupum mikið, það sama gerist þegar við förum í gufubað. Þeir eru þá að reyna að losa menn undir áhrifum fíkniefna með því að halda því fram að fíkniefni safnast fyrir í fitu okkar. Þegar við svitnum losnar þessi fita og þ.a.l fíkniefnin líka. Afhverju að gefa vítamín þá? Það er að öllum líkindum til að heilaþvo fólk svo þeir trúi á aðferðina. Að taka vítamín og svitna til að losna undan áhrifum fíkniefna er mikil andstæða og stenst engan vegin. Annaðhvort hefur vítamín áhrif eða að svitna, þ.e rökfræðilega. Hér er komin enn ein misstök í þessari trú. Hverning get ég þá treyst þessu? Ef við erum búin að afsanna eitthvað úr þessari trú þá fellur um leið sú kenning að allt sem vísindakirkjan segir er satt og sömuleiðis er ekki lengur hægt að segja að hún er heilög.

Varðandi fíkniefni. Ástæðan fyrir því að fólk verður háð fíkniefni er sú að efnin í því koma í stað efnanna sem heilin framleiðir. Fíkniefnin hamla náttúrulega framleiðslu heilans á þessum efnum og eina leiðin til þess að fá þau er að halda áfram með fíkniefni. Þess vegna hefur það að hlaupa og gufubað engin áhrif á fíkniefnasjúklinga, ég veit ekki með þetta vítamín.

Það hefur ennþá ekki fundist neinn lausn við að lækna fíkniefnasjúklinga en hefði þessi aðferð vísindakirkjunar virkað eins og þeir segja þá hefðu læknar og vísindamenn ekki hikað við að ráðleggja hana.

En varðandi Önnu Nicole, bara til að minnast hennar, þá finnst mér að hún var mjög þunglynd og fíkniefni hafa ekki verið eina vandamálið hennar.