Hvar værum við án fyrirsagna DV til að létta lundina í skammdeginu ? Það var yndislegt að sjá myndir af Menntamálaráðherra og Björk með stórri mynd af Tarantino undir fyrirsögninni; “Lausgirtar og draugfullar Íslenskar fegurðardrottningar”. (kannski ekki orðrétt) 'Eg verða að viðurkenna að þetta kemur auðvitað aðeins við kaunin á manni þegar útlendingur segir þetta, en það er staðreynd að við Íslendingar drekkum illa og konurnar koma verr út úr þessu af því að þær mega ekki vera eins slæmar og við strákarnir. Og auðvitað var fulltrúi Femínista kominn í sjónvarpið að reyna að afsaka kynsystur sínar á e.h. hátt, ég skildi ekki alveg, en það var eitthvað um það að karlmenn ættu að reyna að heilla stúlkunar án þess að vín kæmi þar við sögu, bla bla ????? Eitthvað hljómar þetta nú skrítið t.d. frá jafnrétissjónarmiði, hún er semsagt að tala um að viðhalda gömlum kynbundnum venjum eins og karlinn sæki á og konan að velja og hafna ! En blessaðar Íslensku konurnar verða einmitt mjög jafnréttissinnaðar eftir sem líður á kvöldin og glösin, ekki sýst ef frægir útlendingar eiga í hlut !

Annars skín hrokinn út úr þessu viðtali sem Conan O´Brian átti við Tarantino; Hann lýkir Björk við Jackie Chan en er sjálfur lýklega minna þekktur en hún, og allar eru lýsingarnar eins og frá landkönnuði sem er að koma frá villimannalandi, sem er kannski rétt. Þessar ferðir hingað af þessum “miðlungs” stjörnum eru nefnilega einskonar “djamm-safari” ferðir, það er verið að tékka að þessari margfrægu “partí-villimensku” Íslands með “villtu stelpunum” og öllu því, svo fara þeir heim og monta sig af þessum “exotísku trippum”. það var samt ansi fyndið þessi lýsing af Íslensku stelpunni sem sagði Tarantino hvað hún væri hneygsluð á kynsystrum sýnum, snéri sér svo við og datt blinfull í gólfið !

Svo að lokum; Tarantino er kannski ekki alveg glataður leikstjóri en hann er fyrst og fremst að nota “sex & violence” formúluna til að hala inn dollara, þessi síðasta er í sama dúr.