Komið sæl, ég heiti Staff Sergeant Helgi Gunnlaugsson í Bandaríska hernum.

Ég hef oft pælt í því hvernig það væri ef við íslendingar værum með her….það væri kannski soldið tilgangslaust að vera með her, svona lítil eyja in the middle of fokking nowhere, hver gerir innrás á svona land? En hinsvegar væri þetta kannski ekki svo vitlaus hugmynd. Ég er svona með og á móti þessu.

Ástæðan fyrir því að ég sé svona ekki alveg fyrir þessu er nátturlega það að þetta gæti verið bara sóun á skatti, en nefndu mér eitthvað skynsamlegt sem skatturinn okkar fer í ;) Svo fengum við svoleiðis að heyra frá almenningi í mótmælunum. Ég skal nú ekki einu sinni minna ykkur á þegar við gengum í NATO.

Ástæðan fyrir því að ég væri með þessu væri sú að ég held að þetta væri bara alveg ágætt fyrir okkur. Í þessum heimi sem við búum í er allt að klárast og eyðast, nú berjumst við fyrir olíu, það næsta sem verður barist fyrir er vatn - og hvar er nóg af góðu vatni?….hmmmmm. Ég er alls ekki að alhæfa neitt, en mér finnst að okkur íslendingum veittu kannski ekki af smá AGA. Fyrir þá sem hafa farið vestur, þá eru þeir kannski sammála mér því að kanarnir eru með kannski aðeins meiri aga. Ég held að þetta sé útaf því að margir kanar hafa verið í hernum og þar með ala börnin sín upp með þennan heraga, sem er ekkert slæmt. Svo eru ísleskir drengir frekar góðir í CS, og ég komst að því í grunnþjálfun, að skjóta í Counter-Strike er bara hættulega líkt því að skjóta í alvörunni, enda voru þeir að þjálfa kínverska hermann í CS.

En ég veit ekki, eins og ég segi væri mér svosem alveg sama, ég myndi allaveganna ganga í herinn. Vil bara fá hugmyndir frá ykkur?

Takk
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”