ATHUGIÐ!!!
Það efni sem ég ætla að skrifa um er mjög eldfimt. Ég bið alla sem ætla að svara þessu að hugsa sig þrisvar um og telja upp á 15,34 áður en þeir reiðast, móðgast, særast eða halda að ég sé óþroskaðasta fífl sem gengið hefur um jörð.


Kynþáttahatur. Þetta orð, ásamt orðinu “Afríka”, “Asía” og “svartur maður” og “gulur maður” og “litarháttur” eru ein eldfimustu mál í heimi. Hvíti maðurinn heldur oft að hann sé yfir alla hafna. Að þróunin hafi byrjað í Evrópu að við hvítu mennirnir (afsakið þið sem eruð af öðrum litarhætti
hafi gert allt og getað allt og að við eigum að líta niður á hina litarhættina bara vegna þess að þeir eru ekki fölir. Hvað er eiginlega málið með fólk sem hugsar svoleiðis?

Við skulum nú aðeins skoða þróunarferli jarðar. Fyrst var þetta ólífvænasti staður sem hægt væri var að finna í alheiminum. Svo skulum við flýta okkur um nokkur hundruð milljón ára. Allt í einu eru spendýrin ríkjandi á jörðinni. Api kemur fram á sjónarsviðið einhversstaðar í afríku. Með árunum þróast hann. Homo Habilis er kominn fram á sjónarsviðið fyrir 2 milljónum ára. Tíminn líður. Homo sapiens Neanderthalensis eða öðru nafni Neanderdalsmaðurinn, er kominn á sjónarsviðið og Homo floresiensis. Loksins kom hin alræmda útgáfa af okkur. Homo sapiens sapiens. Þeir (við) komum ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir 120.000 árum og síðan fyrir um það bil 100.000 árum í mesta lagi kom hvíti maðurinn fram á sjónarsviðið. Allan þann tíma, í nánast 2 miljónir ára vorum við svört. Komin af svörtum. Komin af Afríku.

Af hverju er fólk á móti lituðu fólki? Svörtu, gulu, rauðu. Öllu öðru en hvítu (í flestum tilfellum). Sumir nota rökin að hvíta fólkið þarf að leggja fé í það að byggja upp landið þeirra og matinn, að það sé illa lyktandi, eigi ekki heima í hinum vestræna heimi og að það sé ekki þróað. Tökum eitt skref í einu.

Það kom að því að hvíti maðurinn gæti byggt sér stór skip og þeir “fundu” nýja heimsálfu. Nýja menningu. Nýjan heim. Þeir lögðu undir sig Ameríku. En viti menn! Þeir nenntu ekki að byggja upp landið alveg einir. Þannig að þeir fóru í ferðir til Afríku, þangað sem stórt og sterkt fólk átti heima. Með tíð og tíma varð þrælaverslun mjög tíð á milli Ameríku og Afríku. Evrópubúar stofnuðu líka fyrirtæki í Afríku. Afríkskir þrælar unnu þar hörðum höndum. En við Evrópubúartókum allt frá þeim. Þeir fengu ekki eyri. Hvíti maðurinn byggði ekkert upp í Afríku. Hann eyðilaggði hana. Hann tók sterkustu mennina og sterkustu konurnar og létu þau þræla fyrir sig og hirti svo allan peninginn. Ef peningurinn hefði farið í það að byggja Afríku upp væri hún auðugasta heimsálfan í heiminum enda er þar besti kosturinn til að finna marga málma og rækta mikið af ávöxtum.


Núna er svo spurningin: Af hverju er þetta fólk sem býr í Afríku illa lyktandi, hungrað og illa menntað? Allur peningurinn sem hefði farið í það að byggja samfélag í Afríku fór ekkert þangað. Peningurinn fór í það að byggja upp hallir á Spáni, í Frakklandi og fór til Páfagarðs. Ekkert fór til fólksins í Afríku. (Sbr. einokunartímabilið á Íslandi).

Jæja, er eitthvað skrýtið að svarta fólkið þurfi nú á hjálp okkar að halda? Hjálp við að fá mat, vatn og menntun. Vegna þess að við hvíta fólkið gátum ekki byrjað að byggja samfélög fyrir svertingjana. Einfalt er það. Meira að segja ég, lítil stelpa á Íslandi sem er lengst úti á hjara veraldar skilur þetta. En svo virðist vera að fólk skilji það ekki.

HIV veiran, alnæmi. Af hverju er hún algengust í Afríku á meðal ungra kvenna? Ha? Dah! Konur fá litla sem enga menntun. Afríka er ekki eins þróuð og Evrópa eða Asía eða Ameríkurnar tvær. Hún er á eftir. Konur fá ekki fræðslu, fá ekki menntun. Auk þess eru þær ekki sjálfstæðar. Þær verða aldrei sjálfstæðar. Þær eru fangar í heimi karlanna þarna úti. Látnar annast öll húsverkin (húsin eru samt allt allt öðruvísi en við eigum að venjast) , hafa 15 börn upp á arminn og alltaf ófrískar. Hún er kannski fimmta eiginkona sextugs karlmanns sem er HIV smitaður og smitaði hana og allar hinar eiginkonurnar sem hafa kannski strokið eða dáið. Eiginmaðurinn ber hana og börnin reglulega og hefur enga siðferðiskennd gagnvart henni. Þessi kona er kannski rétt orðinþrítug. Þurfti kannski að giftast 12 ára. Þetta er lífið sem var í Evrópu fyrir mörg hundruð árum. Þetta er lífið sem er núna í sveitum Afríku.
Meðan við lifum á árinu 2004 er kannski árið 1704 hjá þeim. Menning getur ekki þróast einn tveir og þrír. Menning er eitthvað sem tekur tíma.

Svo eru bara þessir hálfvitalegu fordómar sem hafa alltaf verið til staðar, hvort sem um er að ræða rasisma eða homofobíu
Fólk er að deyja úr hungri. Fólk er að deyja úr alnæmi, út af barsmíðum, styrjöldum. Hvað gerum við í þessu? Við sitjum hér á rassinum og vonum bara að þetta komi ekki fyrir okkur. Sumum er sama. Hlæja bara. Er það réttlátt að börn hljóti enga menntun, smitist kannski af HIV og eigi enga foreldra?, Að þau deyi úr hungri bara fyrir það að vera frá Afríku? Eigum við að gera ekki neitt? Eigum við sem rík þjóð, við sem eigum peninga til að lifa í munaði, eigum við að sitja og gera ekkert? Fólk er að deyja. Við erum að dæma þetta fólk oft út af einni trú. Við erum að dæma fólk af hörundslit. Út af einum atburði í mannkynssögunni. Út af stríði. Hvaða þroska sýnir það? Hvaða þroska sýnir það að vilja ekki hjálpa fólki, að vilja hreinlega ekki hjálpa fólki heldur vera móti því út af einhverju svona? Það eru ekki allir eins.

Biturleikinn er alveg að fara með mig. Af hverju? Út af svolitlu sem kallast peningur. Allt kostar pening. Meira að segja sálarlíf 5 ára krakka er metið upp á 100 þús kr. Dæmi: Fimm ára gamalt stúlkubarn var misnotað af einhverjum frænda hér á landi. Frændinn fékk þriggja mánaða (eða var það fimm?) skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða barninu sem svarar 100 þús kr. En um það fjallar greinin ekki. Líf kostar sitt. Líf kostar dauðann og líf kostar lífið. Lífið er það dýrmætasta sem nokkur maður og kona gefur af sér. Alveg sama hvar í heiminum. Alveg sama hver. Enginn er verðmætari en einhver annar. Af hverju á annar að deyja úr hungri en annar úr spiki? Hvað er réttlætið þar á milli? Ég fatta þetta ekki. Ég skil þetta ekki. Fyrir mér er þetta alger ráðgáta.

Og þið þarna úti sem eruð haldnir rasisma og svertingjafóbíu: Af hverju hatið þið Homo sapiens sapiens? Af hverju eruð þið hrædd við þetta fólk sem gerði ekkert annað en að þróast. Hvað er málið með ykkur?

Nú er stóra spurningin: Hvað getum við gert. Er eitthvað sem við getum gert?