Þetta var skrýtin spurning,hann kennir auðvitað,lestur,skrift,stærðfræði og svoleiðis.
EÐA HVAÐ?
Er mögulegt að kennari geri eitthvað meira en það fyrir skjólstæðinga sína ? Við skulum athuga málið.

Kennari:
-huggar
-þurrkar tár
-snýtir
-þvær hendur og andlit
-greiðir hár
-mælir hita
-hreinsar sár og plástrar
-fylgist með heilsufari almennt
-sér um að klæðnaður hæfi veðri
-les sögur
-leysir deilur
-kennir umgengni
-tekur til
-þurrkar upp
-kennir kurteisi
-sér um að nesti sé borðað
-verndar
-faðmar
-uppörvar
-sér um afþreyingu
-gleðst með glöðum
-syrgir með þeim sem um sárt eiga að binda
-umber erfiða skapgerð og dynti
-finnur styrkleika hvers og eins og ýtir undir þá
-varar við hættum
-veitir hlýju og öryggi
-leitar þess góða í hverjum og einum
-hlustar af athygli
-brosir
-klappar á kolla
-skapar notalegt umhverfi
-sýnir skilning
-fylgist með tímasetningum
-tekur á móti
-sendir af stað
-er til taks m.a.

-og svo kennir hann auðvitað allar námsgreinarnar,meiri hluta dagsins og meiri hluta ársins.
Er nema von að ýmsum bregði núna þegar kennarar eru að fara í verkfall?