Kapítalismi, það er eins og lýðræði, er það ekki?
(Og eru óvinir kapítalismans óvinir lýðræðis? Sigruðum við þá ekki í Kalda Stríðinu?)
Í raun og veru eru kapítalismi og lýðræði mjög ólíkir hlutir. Lýðræði er, í meginatriðum, hugmynd um að fólk ætti að hafa stjórn á eigin lífum, að vald ætti að vera deilt jafnt á alla í stað þess að safnast saman í höndum fárra. Kapítalismi er eitthvað allt annað.
Á Íslandi (eins og hjá öðrum Vestrænum þjóðum), erum við vön því að heyra að við lifum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það er satt að við höfum stjórn sem kallar sig lýðræðislega (þótt deila megi um hvort hvert okkar hafi jafnt um mál að segja, eða hvort við höfum eitthvað um mál að segja, í svona hrokafullu og visnuðu “erindareknu lýðræði”), en hvort samfélag okkar sem sjálft sé lýðræðislegt, er allt önnur spurning. Stjórnin er aðeins einn hluti samfélags, auðvitað; og það er langt frá því að vera sá mikilvægasti, þegar það kemur að því að skoða daglegt líf. Efnahagskerfið í hvaða samfélagi sem er hefur meiri áhrif á daglegt líf en hvaða dómstólar og þing gætu nokkurn tíman haft: það er efnahagskerfið sem ákveður hver ræður yfir landsvæðum, auðlindum, og tólum samfélags, hvað fólk þarf að gera frá degi til dags til að komast af og “komast áfram,” og í raun hvernig þetta fólk á samskipti sín á milli og sýn þeirra á heiminn.
Og kapítalismi er, í raun og veru, eitt minnst lýðræðislega efnahagskerfið. Í “lýðræðislegu” efnahagskerfi, hefur hver einstaklingur jafnt um það að segja hvernig auðlindir eru notaðar og hvernig vinnu er háttað. En í kapítalísku efnahagskerfi, þar sem allar auðlindir eru í einkaeign og þar sem allir keppast sín á milli um þær, enda flestar auðlindir undir stjórn fárra. Þetta fólk getur ákveðið hvernig allir aðrir vinna, þar sem flest annað fólk getur ekki komist af án þess að fá laun frá þeim. Þau geta jafnvel ákvarðað efnislegt og sálfræðilegt landslag samfélags, þar sem þau eiga mest allt land og stjórna flestum fjölmiðlum. Þegar á botninn er komið, er þetta fólk ekki með stjórnina í sínum höndum, því ef þau hætta að vinna enda þau á botni pýramídans eins og allir hinir; það þýðir að enginn er raunverulega frjáls í kapítalísku kerfi: allir eru jafnir fyrir miskunn laga samkeppninnar.