Sjálfspróf SÁÁ Í félagsfræði tíma átti hópurinn minn að fara á ýmsar vefslóðir og ég og ein stelpa völdum www.saa.is. Við tókum nokkur sjálfspróf í sambandi við alkóhólisma, og þar tókum við öll prófin og úr öllum nema einu prófinu fengum við út að við værum alkar. Og þegar svarið kom var sagt:

“Af svörunum að dæma er viðkomandi alkóhólisti (fjöldi stiga=8). Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert.
Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu.
Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið. ”

Ég trúði ekki að ég væri alki og svo vaknaði umræða um áreiðanleika þessara prófa og hvort SÁÁ væri ekki bara að auglýsa sig með þessu? “Komið í meðferð til okkar” er sagt en bara undir rós.

Svo er sagt á öðru prófi: “Tvö já við þessum fjórum spurningum staðfesta að áfengissýki er á ferðinni og nákvæmnin er talin um 80% en ef svörin eru já við 3 eða 4 spurningum er nákvæmnin nær 100%. Eitt já kallar á frekari athugun en ef þú hefur ekki svarað neinni spurningu játandi getur þú verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg. ” Eitt Já!!! og eina Já-ið mitt var um eftirsjá við áfengisdrykkju, hvort ég hefði séð eftir því að drekka!

Hvað finnst ykkur um þetta? Er þettta ekki bara auglýsing fyrir þá svo þeir fái fleiri í meðferð?