Ég hef tekið eftir því hversu vinsælt það er að kvarta og kveina undan “kvartinu” í “Femínistum”. Ég hef eiginlega tekið það mikið eftir því hérna á Huganum að ég hef ákveðið að svara þessu röfli gegn röfli femínista.

Ég hef heyrt allskonar rök gegn femínistum: “Femínistar eru bara bitrar ljótar kellingar sem eru öfundsjúkar útí fallegu kellingarnar” og “Þær eru ekki að berjast fyrir jafnrétti heldur kvennaræði”… þó eru einnig til ansi góð rök.

Leyfið mér að byrja aðeins að tala um femínisma: Femínisminn á rætur að rekja í anarkisma (ATH. hugtakið anarkismi er mjög misskilið og oft ruglað saman við nihilisma) þar sem femínistar vilja ekki að enginn persóna er undir neinni. Þegar kvennalistinn var og hét einkendist stjórnun hanns af því að valdinu var dreift eins mikið og hægt var. Það var reglulega skipt um talsmann og allir fundir þeirra voru opnum almenningi. Feminisminn lifnaði við fyrir raun og veru þegar breskar konur börðust fyrir því að geta kosið um aldarmótin þarsíðustu. Hún blossaði aftur upp um sjötta áratuginn þegar svokallaðar “rauðsokkur” komu fram. Þær vildu berjast fyrir því að konan gæti verið sjálfstæð og óháð körlum og leyfa konum að vinna úti, einnig börðust þær fyrir það að kvennastörf (ss. störf þar sem konur eru aðalega, eins og hjúkrunarstörf) yrðu jafn virt og önnur störf sem karlar eru með og fengu svipuð laun. Það er óhætt að segja að rauðsokkahreyfinginn breytti viðhorfi okkar til skipulag heimilisins og verkaskiptingu kvenna og karla.

Barátta feminisma er aðalega á tveim sviðum: Hinu formlega (lög og reglur sem mismuna kynjum) og hið óformlega (reyna að breyta viðhorfi fólks til kynjahlutverka). Hægt er að segja að rauðsokkahreyfinginn hafi nánast sigrað allt sem hægt er að sigra á hinu formlega sviði. Baráttan sem Feministar eru að höfða í dag er aðalega á hinu óformlega sviði. Feministar vilja breyta hugmyndarfræðinni sem er í samfélaginu í dag því feministar telja að konan er verr stödd í henni en karlar.

Þegar ég er að tala um hugmyndarfærði þá er ég að tala um td: “Stelpur eiga að leika sér að dúkkum, strákar leika sér GI Joe… annað er óeðlilegt” og hugmyndir fólks um hvað er eðlilegt og ásættanlegt og hvað er ekki.

Vegna þess að takmark feminista er að breyta hugmyndarfræði samfélagsins og viðhorfi eistaklinganna, getur skoðanir feiminisma verið framandi fyrir ýmsa og “provokating”, enda er verið að tala um grunnhugmyndir um samfélagið hérna. Þess vegna bregður mörgum þegar það er verið að tala um hluti sem eru þvert gegn hugmydum þeirra um samfélagið og svara vanalega með því að gera lítið úr rökum þeirra eða kalla það “dellu” og “öfga”.

(Persónulega finnst mér að fólk ætti að passa sig á því að nota orðið “öfgar”! Það sem fólk í fortíðinni finnst eðlilegt finnst mögulega fólk í framtíðinni ósköp eðlilegt eða öfugt. “Öfgar” er afstætt hugtak og því ómögulegt og óréttlátt að stimpla einhvern “öfgaríkann”.)

Barátta feimínista hefur verið mikilvæg fyrir þróun samfélagsins. Barátta þeirra hafa gerbreytt hugmyndum okkar um hver staða kvenna er í samfélaginu. Þegar fólk heyrði skoðanir þeirra fyrir 100 árum síðan brást það mjög svipað og sumt fólk hérna á huganum gera, þrátt fyrir að hugmyndir þeirra þykja eðlilegur hlutur nú á dögum. Hugmyndarfræði breytist og það er ekki neitt sem heitir ”rétt hugmyndarfræði”. Þessvegna hvet ég fólk til þess að vera opnara fyrir hugmyndum femínista og reyna að gera sér grein fyrir hvað það er áður en það fer að fordæma og/eða gera grín af þeim.
N/A