Lýðræðið-Dauðara en Gísli Súrsson Orðið lýðræði þýðir lýðurinn ræður eins og þið flest vitið. Þið teljið einnig mörg að í nútíma lýðræði ráði lýðurinn. En svo gott er það ekki. Við ráðum engu.

Í íslensku alfræði orðabókinni er lýðræði skýrt svona:

Stjórnarfarþar sem þegnarnir taka beinan eða óbeinan þátt í stjórn sameiginlegra mála; byggist á þeirri hugmynd að ákvarðanir skuli teknar af þeim er málið varðar á grundvelli þeirrar reglu að meirihlutinn ráði úrslitum mála en jafnframt séu réttindi meirihlutans tryggð. Beint lýðræði er þegar ákvarðanir eru teknar af öllum kjósendum sveitarfélags eða ríkis sameiginlega með allsherjar atkvæðagriðslu um tiltekið mál, en óbeint lýðræði (fulltrúalýðræði) þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir. Forsendur lýðræðis eru frjálsar kosningar, óháðir dómsstólar og skoðana-, tjáningar- og félagsfrelsi. Hugmyndin um lýðræði hefur einkum verið bundin við pólitískar ákvarðanir en nokkur umræða hefur einnig verið um að innleiða lýðræði í atvinnulífi. Þannig fela tillögur um vinnustaðalýðræði í sér að starfsfólk fyrirtækja skuli hafa áhrif á stjórn þeirra. Tillögur um efnahagslegt lýðræði fela í sér að launþegar skuli hafa áhrif á ákvarðanir um framleiðslu og fjárfestingar og rétt til eignaraðildar að fyrirtækjum.

Lýðræði var fundið upp í Grikklandi. Þar komu ríkustu og virtustu menn landinns saman og kusu um hin ýmsu málefni. Þeir sem ekki mættu á fundina en höfðu kosningarétt voru kallaðir idíótar.
Idíótunum í Grikklandi til forna má líkja við þann minnihlutahóp sem skilar auðu í kosningum í dag. Ég skilaði auðu í alþingiskosningunum á dögunum og hef oftar en einu sinni verið kallaður hálfviti fyrir það. Fólk hefur sagt við mig að það sé svo tilgangslaust, ég eigi bara að kjósa það sem mér fynnist skást.
Ég tel að mjög stór hluti þjóðarinnar hugsi akkúrat svona, eins og þetta fólk…Best að kjósa það sem er skást.
Þá hljótið þið að fatta það að í fulltrúalýðræði ráðum við engu. Við kjósum menn sem við vitum ekkert um. Þeir vinna sér traust okkar með endalausum auglýsingum og lygum, spreða tugum milljóna í að auglýsa, auglýsa og auglýsa. Við treystum þeim svo til að taka allar ákvarðanir fyrir hönd okkar. Hvort það á að sökkva hálendinu, veita ríkisábyrgðir, eyða peningunum okkar í að byggja hús sem eytt er milljörðum í að gera sem flottusr o.s.frv.
Sem dæmi um opinber hús má nefna hús Orkuveitunar. Þar eru peningunum eytt í hluti á borð við listasali, bókasöfn, rándýr efni í veggi og loft og fleiri svipaða hluti.
Þetta er hið fullkomna kerfi nútímans, lýðræði.
Flokkarnir sem að bjóða okkur að kjósa sig gerir ráð fyrir því að þú sért ekki andlega eða siðferðislega fær um að koma að skipulagningu og framkvæma ýmissa þátta í þínu eigin samfélagi og þar með þínu eigin lífi. Þannig yfir færir hið getulausa lýðræði getuleysi sitt út á meðal viðfangsefna sinna.
Í lýðræði skiptir einstaklingurinn ekki nokkru máli. Það er hópurinn sem að er allt. Meirihlutinn er allt. 40% sem ekki kusu það sama og 60% eru ekki neitt, ósýnilegar vofur sem enginn sér.
Einn galli lýðræðisinns er sá fáránlegi hlutur að vægi atkvæða gildir ekki jafn mikið. Að fólk annars staðar á landinu sé tekið fram yfir mig og atkvæði þeirra tekin sem tvö. Þetta er lýðræði.
Annað sem benda má á er fáránleiki stjórnarmyndunar, við ráðum engu hverjir fara með völd þjóðarinnar. Menn hittast bara mynda meirihluta þings og ákveða svo bara hverjir verða hvaða ráðherrar o.s.frv.

Það sem ég er að reyna að vekja athygli á í þessari grein er að lýðræðið sem menn hafa hrósað í bak og fyrir er meingallað. Að minnsta kosti fulltrúa lýðræði, við höfum ekki kynnst mikið af beinu lýðræði.

Magnús