Hugmyndir fyrir Oblivion? Var að velta því fyrir mér, núna þegar ég er á góðri leið með að “klára” Elder scrolls IV: Oblivion í annað skipti, hvað betur hefði mátt fara.

Þetta er klárlega einn skemmtilegasti leikur sem ég hef sokkið mér í, en það eru ýmsir hlutir sem bæta má við hann eða taka út.

1. Oblivion hlið mættu vera 90% færri. Mér finnst það duga að hafa þau hlið sem eru samhliða “main quest-inu”: ,,Aid for Bruma". Í fyrsta lagi því það er ekki mikið sem drífur mann áfram í að tækla verkefnið að loka þeim öllum. Þau eru fremur einhæf, og þegar þú ert kominn langleiðinna með leikinn er lítið af spennandi “item-um” þar sem eru eitthvað spennandi.

2. Að mínu mati er það stór ef ekki stærsti hlutinn af leiknum, ferlið að gera “characterinn” þinn sterkari, safna “armors” og “weapons”. Það sem eyðileggur þetta er að þegar þú klárar Shivering Isles og nælir þér í ,,Perfect Madness (eða) amber armorinn“ þá er sá hluti nánast búinn. Og þú nærð því markmiði í um lvl.30, (eða lægra ég næ því um það leyti). Bæta við fleirri questum eins og með legendary sverðin ,,Umbra” og ,,Goldbrand“.

3.Þú stelur gaffal í kastalanum í Anvil og vörður í Leyawiin handtekur þig ”on sight“…….

4. Bæta aftur við armor gerðinni ”unarmed“, saknaði hennar frá Morrowind. S.s Heavy armor, light armor og unnarmed.
Eða þá ”Heaviest armor(eitthvað flottara nafn þó), Heavy armor og light armor. Light armor væri þá robes t.d.

5. Drekar… eitthvað fljúgandi, myndi gefa boganum “nýja vídd”. Hafa kannski 3-4 týpur af fljúgandi óvinum.

6. Fleiri vopn. Spjót, einhversskonar glaives kannski. Bæta einnig combat hreyfingarnar.

7. Það vantar Dwarf race. Blunt skill með stórann bónus. Þar með kannski fleiri guild…

8. Ég saknaði þess að “leveteita” en það eru víst ýmsar ástæður fyrir að það væri ekki möguleiki fyrir Oblivion.

9. Fjölbreyttari “dungeons”. Tala nú ekki um Oblivion hlið. Vantar einnig fleiri þrautir, láta mann hugsa smá…

10. Er ég sá eini sem nennir ekki að nota magical vopn? Galdurinn klárast á notime og þú þarft að hlusta á eitthvað ótrúlega leiðinlegt hljóð í hvert einasta skipti sem þú heggur með því þangað til þú hleður það aftur með sálum… ég kýst non-magical vopn til að sleppa við það vesen…

Annars frábær leikur í nánast alla staði.

Einhverjar ferskar hugmyndir?