Jæja, það vita eflaust allir að í Ágúst kemur út nýr leikur frá Black Isle sem mun bera heitið Lionheart, og miðað við hvernig ég túlka það, að þá verður þetta blanda af Baldur's Gate og Fallout. Þessi indælis leikur mun gerast árið 1588, en ekki láta það gabba ykkur, því að í leiknum verður fullt af göldrum og látum.
En það sem heillaði mig mest við leikinn er það að þeir halda sig ennþá við 2d lookið í stað þess að vera að færa þetta útí 3d einsog t.d. NWN, sem mér persónulega fannst bara sorgleg leið til að eyða 5000 kalli.
Leikurinn er einsog ég sagði blanda af Fallout og Baldur's Gate og notar hann character systemið úr Fallout, semsagt þú velur þér strength, agility, luck, charisma og fleira. Síðan eru líka tag skills, semsagt hæfileikar sem maðurinn hefur, en ólíkt því í fallout að þá verður það þannig að öll tag skillsin eiga eftir að hafa bæði góð og vond áhrif á characterinn (veit að það voru sum sem gerðu það í fallout, en ekki öll).
En hinsvegar það sem kemur úr Baldur's Gate er náttúrulega engin action points og síðan líka bara lookið, þessi leikur er nefnilega andskoti líkur Baldur's Gate og IceWind Dale útlitslega séð.
Síðan er það líka skemmtilegi parturinn, á meðan leiknum stendur að þá áttu mjög líklegast eftir að hitta margt frægt fólk úr sögu evrópu, myndi ég svosem giska á Jóhönnu af örk og fleiri meðlimi (þetta var bara ágiskun).
En jæja, ég get nú bara alls ekki beðið eftir þessum snilldar leik sem kemur einsog ég sagði áðan út í Ágúst, réttara sagt 12. ágúst.

Þeir sem vilja lesa um leikinn, endilega skella sér á heimasíðu leiksins:
http://lionheart.blackisle.com/