Ég skil ekki hvað er að gerast inni í hausnum á sumu fólki.
En maðurinn minn var að segja mér frá því sem hann heyrði á Radio-X. Ekki veit ég hversu satt þetta er þar sem það heyrðist í Tvíhöfða. Þannig er að foreldrafélag í skóla í Vesturbænum hafi tekið þá ákvörðun að byðja söluaðila smokka að selja ekki unglingum yngri en 16 ára smokka. Sem sagt nú fara barnungar unglingsstúlkur að eiga það á hættu að verða óléttar allt of ungar því þetta mun alveg örugglega ekki verða til þess að þau hætti að stunda kynlíf. Ef ég á að segja eins og er þá er ekki verið að hugsa um hag unglinganna. Jón Gnarr orðaði þetta kannski best “Af tvennu illu þá er nú skárra að 14-15 ára stelpur séu óléttar en að þær noti smokka.”
Kveðja,
Krusindull