Þetta er fluff sem ég ákvað að skrifa um Chaos herinn minn. Þetta er her tileinkaður Tzeentch, Lord of Change. Úrvalið af hetjum er gott og úrval úr hermönnum á eftir að bætast en svona er herinn eins og er.

Lord & Heroes

Talek Faithtwister
Þetta er öflugur galdrakarl sem hefur stundað það í marga tugi ára að snúa hetjum annarra guða til málstaðar Tzeentch. Sem dæmi má taka Goreclaw, fyrrverandi tilbiðjandi Khorne. Talek leiðir þennan her.
Hann er mikið aftarlega í bardögum og veikir óvini með göldrum áður en hann fer sjálfur inn og lýkur verkinu. Hann berst með miklum mætti og engin vopn bíta á hann (chaos runeshield, mjög þægilegt).
Þetta er Lord of Tzeentch on disk módel. (pæling í gangi að setja vængi á hann af Dark Elf Harpies eða einhverju svipuðu)

Goreclaw.
Þetta er hetja sem tilbað Khorne en var snúið til Tzeentch eftir miklar blekkingar og sannfæringu af hálfu Talek. Hægri hendi hans er stór, stælt og með langar klær á meðan öxi hans er í vinstri hendi.
Þessi gaur brunar í bardaga með 11 manna sveit sinni og slátrar þeim sem standa fyrir honum og mönnum hans.
Þetta er convertaður Kharne the Betrayer þar sem byssuhendin var tekin af og hönd úr mutation sprue úr Chaos warrior regiment var sett á.

Otto Doomrider
Þetta var Kislevite riddari sem var fenginn til að yfirgefa land sitt af Talek. Hann var ekki lengi að öðlast virðingu innan hópsins og stjórnar núna riddaradeild Talek.
Þessi sér um aðra riddara og aðra þunga gaura. Honum til aðstoðar kemur svo infantry með great weapons ef það eru einhver vandræði.
Módelið er gamall Hero á steed of Chaos.

Franz
Þetta er galdrakarl sem sérhæfir sig í eldgöldrum. Hann er frekar nýleg viðbót við þennan hóp hetja þar sem það vantaði einhvern til að framkvæma galdra ef Talek væri upptekinn, svo sakar ekki að hafa annann galdrakarl upp á dispel dice.
Þessi er aftast og kemur ekki fram nema að það sé nauðsyn sem krefur þess.
Módelið er Sorcerer of Chaos

Morr Paingiver
Þetta er hetja sem sameinaðist her Talek í von um tækifæri til að ræna og rupla.
Hann berst of einn til að svipa hans og öxi fái að njóta sín til fullnustu en lætur menn sína um að berjast einir.
Þetta er Champion of Chaos sem ég á eftir að setja svipu á í hægri hendi og stærri öxi í vinstri hendi ef ég finn einhverja.
Þetta er Chaos Champion sem lítur fram á tímabil af convertions

Fulgar Foeslayer
Þetta er beastman sem kom snemma inn í herinn og er núna fyrst að fara í gang fyrir alvöru. Risastór öxi hans lofar mörgum drápum og sveit hans af Gors og Ungors lofar ennþá fleiri.
Þetta er gamall Beastman Champion módel, eða svo held ég.Core Unit

12 Chaos Warriors með handvopn
Þetta er menn Goreclaw. Þeir eru í litum Khorne en berjast fyrir Goreclaw og Tzeentch. Allir halda á öxi, eftir herfarir í nafni Khorne vöndust þeir þeim og vildu ekk skilja við þær. Þegar Goreclaw kemur í hópinn fækkar um einn bara útaf uppröðun, ef einhver var að pæla.

12 Chaos Warriors með handvopn
Þetta eru völdu (chosen) menn Talek og Tzeentch.Tzeentch er það eina sem þeir lifa fyrir og blessanir hans.
Blár og silfur er litur þeirra og ríkir smá keppni á milli þeirra og manna Goreclaw. En það kemur ekki í veg fyrir að óvinirnir verða drepnir. Það er fyrir Orc.

12 Chaos Warriors með halberds
Þetta er einnig óbreyttir menn Talek og sameinuðust hernum með Morr Paingiver. Og berjast þeir líka fyrir Tzeentch.
Þeirra litur er einnig svartur og silfur og nota þeir halberds til að eiga auðveldara með að meðhöndla riddaralið og sterkari óvini.

16 Chaos Warriors með great weapons
Þetta eru óbreyttir menn Talek. Þeir berjast fyrir Tzeentch. Svartur og silfur er litur þeirra.
Þessir menn eru sendir snemma fram til að tefja óvininn svo að aðrir komist betur inn fyrir.

16 Marauders með great weapons
Þetta eru menn sem vonast til að Tzeentch taki eftir þeim og verðlauni þá. Og þeir eiga það skilið. Þeir hröktu burt og slátruðu 10 High Elf riddurum í einni umferð. Eitthvað sem ekki allir geta gert.
Eftir þetta öðluðust þeir virðingu Talek.

5 Knights of Chaos
Þetta er riddarasveit Otto sem á eftir að stækka. Þeir eru valdir (chosen) af Tzeentch og nota hvert tækifæri til að sanna sig fyrir Tzeentch og Otto.
Fáir endast lengi á móti þessum drápsmaskínum og flýja frekar en að mæta þeim í bardaga.

1 Chariot of Chaos
Þessi kerra fylgdi Morr Paingiver og var óborganleg viðbæting. Morr gaf þessa kerru svo að hann gæti verið fótgangandi og barist við óvini sína án aðstoðar.

12 Gors með 2 handvopn 8 Ungors með spjót
Nýjasta viðbót hersins eru þessir beastmen. Þeir eru með þeim fyrstu til að fara fram og svala hungri sínu í hold manna og álfa (dvergar eru frekar seigir).
Þeir komu til fyrir hönd Fulgar sem mun leiða þá í komandi bardögum og standa traustir við hann ef hann reynir að ná stjórn á hernum í heild.
Jojohot.