Sumir hafa eflaust tekið eftir því að stóru málm-
hlunkarnir þeirra (t.d. Carnifex, Slann, þið náið
þessu…) haldast ekki saman. Einn vinur minn
var alltaf að nöldra yfir því að Carnifexinn
hans var alltaf að brotna. Ég svaraði oft með
því að hann kynni bara einfaldlega ekki að líma
almennilega og svoleiðis, ekki skemmtilegt svar
það. Nú nýlega hef ég tekið eftir því að það
eru fáir sem kunna að líma svona stór módel.
Aðferðin heitir “Pinning” (to pin) og er
miklivæg ef maður vill að þessi 4000 kr.
módel haldist saman.

Það sem þarf:
Lítinn handknúinn bor (alls ekki rafmagnsbor), málningu,
pensil, vír og svo að sjálfsögðu módel.

1* Byrjið á því að finna tvo málmparta sem þið ætlið
að “pinna” og borið tvö lítil göt, rétt nógu stór svo
að vírinn komist fyrir inni í þeim.

2* Takið áberandi lit og málið ofan í götin. Alls ekki mála
útfyrir. Reyndar er til önnur aðferð sem ég skrifa um
seinna. Setjið hlutana tvo saman eins og þið viljið hafa þá.
Takið þá síðan í sundur. Nú ættu að vera komnir tveir punktar
af málningu á partinn sem þið eruð ekki búin að bora í. Borið
svo í punktana. Þetta er gert til þess að punktarnir séu
báðir á réttum stað.

Það er til önnur leið til að ákvarða hvar skal bora á hinum
partinum. Þá setur maður vírinn í gatið og málar í kringum,
svo borar maður þar sem er ekki málning.

3* Takið vírinn og klippið hann niður í 2 stutta búta.
Setjið vírbút í gatið á öðrum partinum og límið hann þar.
Passið að vírbútarnir séu ekki of langir svo það verði ekki
bil á milli partanna tveggja. Límið svo hinn vírbútinn í
hitt gatið. Setjið svo lím í götin á báðum götunum í
hinum partinum og skellið þessu svo saman.

Þetta á trúlega aldrei eftir að brotna. Ég vona að greinin
hafi verið auðskiljanleg og eigi eftir að hjálpa ykkur
að halda módelunum ykkar saman.

Og eitt tip svona í lokin. Ef að það gengur illa að líma
parta sem þó eru of litlir til að pinna prófið þá að mála
samskeytin og líma svo, virkar alltaf!