Warcraft keppnin á Skjálfta 3 | 2002 hefst stundvíslega kl. 18:00 á föstudag, og stendur fram eftir kvöldi (til 1:00). Áfram verður haldið kl. 11 á laugardagsmorgun, og keppni lýkur fyrir 16:30.

Möppin verða Duskwood, Lost temple og Gnoll wood. Byrjað verður á riðlakeppni, þar sem efstu komast upp í tvöfalda útsláttarkeppni (double elimination). Í sérhverri viðueign (nema úrslitaviðureign) fær hvor keppandi að henda út einu mappi, og það sem eftir stendur skal spilað. Neiti báðir sama, skal hlutkesti ráða valinu milli þeirra tveggja sem eftir standa.

Reglur:
-Bannað er að velja race í miðju countdown.
-Allir leikir eru hostaðir af spilurum. Enginn battle.net emulator verður notaður.
Spilarar koma sér sama um hver hostar leikinn eftir mappa val.
-Hvert lið hefur 2 timeout ALLA keppnina, ein mínúta hvort. Að henni lokinni verður að hefja leik að nýju. Aðeins má taka timeout af góð ástæða er fyrir hendi.
-Ef tölva keppanda frýs, eða net/rafmagnsvandræði eiga sér stað skal leikur endurtekinn hafi minna en fimm mínútur verið búnar. Í öðrum tilfellum kann dómari að úrskurða, nema að um undanúrslit eða úrslit sé að ræða.
-Nauðsynlegt er að taka replay af ÖLLUM leikjum.


Kveðja,
Smegma