Sælir.

Ég óska eftir góðum stjórnanda með flekklausan feril á vefnum og á áhugamálinu. Ég er ekki alveg tilbúinn til að gera undantekningar, þannig hugsið ykkur um áður en þið sækið um!

Í umsókninni vil ég að þið takið fram ítarlega þær hugmyndir sem þið kunnið að hafa og er það líka algjört skilyrði að þarna sé eitthvað ferskt á ferð.

Síðan er algjört atriði að umsækjandi hafi verið mjög virkur á áhugamálinu og verðið að geta sýnt fram á það.

Umsókn.

Kveðja,
Steini