Sælir.

Undanfarna mánuði finnst mér áhugamálið verið að bremsa svolítið hvað varðar aðsókn. Það er nú ekki beint gúrkutíð í Blizzard heiminum og því þýðir ekki að gefast upp.

Ég óska eftir því að fá einn auka stjórnanda inn á áhugamálið, sem hefur áhuga á að sinna áhugamálinu og notendum sem koma hingað inn. Skilyrði er að nýráðinn stjórnandi geri sitt besta til að sinna áhugamálinu.

Við viljum líka ‘þekkja’ þá notendur sem sækja um. Ef þú hefur ekki verið á áhugamálinu áður og ert bara þögult andlit, þá tel ég þvímiður að þú hafir ekki mikið við stöðuna að gera. Þar að auki viljum við enga þursabossa. Ef þú hefur hagað þér ‘illa’ á vefnum, þá þarftu ekki að sækja um. Ekkert persónulegt, en ég er viss um að flestir séu sammála mér.

Ekki má gleyma lágmarksaldri sem er 16 ára. Það er möguleiki að gera undantekningu á þessari reglu en það verður bara gert ef þú sýnir potential. Hérna eru þau skilyrði sem notendur þurfa að uppfylla ef þeir vilja verða stjórnendur:


- Umsækjandi þarf að vera orðið að minnsta kosti 16 ára
- Umsækjandi þarf að hafa náð allavega 1000 stigum á Huga
- Umsækjandi þarf að hafa áhuga og metnað til að betrumbæta áhugamálið með nýju efni
- Umsækjandi þarf að hafa sent inn grein/ar sem sýna fram á að viðkomandi sé ágætis penni
- Umsækjandi þarf að hafa sæmilegt vit og mikinn áhuga tengt umræddu áhugamáli
- Umsækjandi þarf að hafa sent inn grein á tiltekið áhugamál sé áhugamálið ekki nýtt
- Umsækjandi þarf að koma reglulega inn á áhugamálið til fylgja eftir daglegri starfsemi

Það er ekki óumheyrt að veittar séu undantekningar á þessum skilyrðum, en ef þið teljið ykkur vera efni í stjórnendur, þá bendi ég ykkur á umsóknarlinkinn.

Komið með allar fyrirspurnir hingað og ég skal gera mitt besta til að svara þeim.

Með bestu kveðju,

Steini.