Jæja það hlaut að koma að því eftir að hafa átt nokkur raid þar sem við stoppuðum á Thorim að eitthvað færi að gangi.

Við lentum alltaf í miklum vandræðum á Thorim en eitt kvöldið ákvöðum við að þetta gengi bara ekki lengur og á endanum fór Thorim down. Næsta raid var helgað Mimiron en það gekk svo sem ekki eins og á að ganga.

En þessa vikuna fór allt í gang. Fyrsta raidið byrjaði ekkert allt of vel en endaði með að taka sem flesta bossa á sæmilega fljótum tíma. Svo sunnudaginn gekk allt vel og endaði með að Mimiron fór down í 3-4 tilraunum.

Ekki ætlaði vikan að klárast bara því Mimiron var down, heldur var General Vezax steindauður daginn eftir og núna er það mikill endasprettur eftir og spennandi barátta milli Hetjuklúbbsins og Skemmileggja að ná honum niður sem fyrst.

Það vill svo til að við erum ennþá að leita af fólki til að koma í raid hóp okkar. Við erum að ná góðum hóp núna fyrir raids núna en við viljum endilega bæta við nokkrum góðum reyndum spilurum.

Hérna er beinn linkur að forums en þar er hægt að sækja um ef þið hafið áhuga á að koma í guildið.
http://skemmileggja.guildomatic.com/forums/

Upplýsingar um Guildið:

Nafn: Skemmileggja
Server: Grim Batol
Faction: Horde
Officers: Klobbi, Cybermage, Alcasan og Skass.

Endilega hafið samband við einhvern þessara ef þið hafið einhverjar spurningar, ásamt því að senda mér mail hér á huga eða whispera mig eða einhvern annan guild member því ég er alveg viss um að flestir geta svarað spurningum ykkar um guildið.

Takk fyrir mig
Herces