Auðfenginn sigur Ég tók mig til þegar ég vaknaði í morgun (dag, reyndar), fleygði upp leiknum og tengdi mig við Battle.net. Notaði Battle.net match making service, valdi night elves, one vs. one og lost temple. Þjónustan var ekki lengi að tengja mig við samsvarandi leik, um 15 sekúndur.
Ég byrjaði leikinn á að heilsa andstæðingnum, sem sagðist vera að spila leikinn í fyrsta skipti. Gott og vel, hann bað mig um að taka því rólega. Ég byrjaði á því að koma mér upp moon well og ancient of war, eins og vanalega. Trainaði um 4 archera og Priestess of the Moon og hélt út í leit að creepum til að levela á. Ætlaði fyrst að æða í creepin sem að vernda gullnámuna fyrir utan baseið mitt (<a href="http://www.hugi.is/blizzard/image.php?mynd_id=19203">Sjá hér</a>, mitt base er við start pointið fyrir red neðst á mappinu og það er gullnáma til vesturs við það) en ákvað að taka eitt level og drap nokkra gnolla áður en ég réðst þangað. Gott og vel, kom mér á level 2 og var búinn að cleara fyrir expansioni stutt frá höfuðstöðvum mínum, þar sem ég byggði Tree of Life til þess að minea. Því næst fór ég í miðju kortsins, í hið týnda musteri til þess að buffa upp priestessina mína, og verslaði mér svo Goblin Zeppelin til þess að koma mér upp expansioni í suð-vestur hluta kortsins.
Eftir að hetjan mín var komin á lvl 5 fór ég að hugsa hvar andstæðingur minn væri, því ég hafði ekki mætt honum. Ég fór því til Goblin Laboratory til þess að skanna mappið, og leitaði ég á öllum start pointum, og fann hann loks, með baseið sitt í einni kássu, og sá ég tvær hetjur hjá honum, báðar á level 1! Ég hélt að hann væri frekar eins og ég í mínum fyrsta leik, en nei, þá var hann mun verri. Ég byrjaði að koma mér upp her sem samanstóð af chimeras, hyppogriph riders og archers, ásamt lvl 7 priestess of the moon, og kom honum fyrir utan baseið hans. Ég tók eftir því að hann var ekki enn búinn að drepa gnollana sem að voru fyrir utan baseið hans, fyrstu creepin sem leikmaður drepur! Rétt á því augnabliki sem ég var að fara að gera áhlaup kom hann með eina chimera, sem ég þurrkaði út á augnabliki með 3 archerum, þar sem hann var of upptekinn við að ráðast á tree of life hjá mér.
Að lokum réðst ég inn í base hans, og á meðan gaf ég honum ráðleggingar um hvað á að gera til þess að fyrirbyggja að hann tapi svona illilega aftur. :)

Meðfylgjandi er mynd af baseinu hans, sem var alveg hræðilega uppsett.

Villi
Vilhelm