Mín fyrsta Night Elves reynsla Night Elves eru, sem stendur, sterkari en Humans & Orcs. Ég ákvað að testa þá í one on one um daginn og hér á eftir er nokkuð nákvæm lýsing á bardaga mínum við Undead. Lost Temple var spilað á Lordaeron (US West).

Ég byrjaði í vesturhluta kortsins með eitt Tree of Life og 5 wisps. Ekki þurfti ég að eyða dýrmætum músarsmellum í að fá það til þess að byrja að grafa eftir gulli, það var þegar búið að planta sér þar. Ég byrjaði á því að koma mér upp Ancient of War og einum moon well, ásamt því að byggja mér eina hetju (Priestess of the Moon). Restina af wispunum sendi ég í trén. Ég byrjaði á því að koma mér upp litlum her af archerum og leitaði niður eftir kortinu í leit af creepum til þess að drepa, og gullnámum til þess að minea. Gott og vel, ég fer niður, mæti nokkrum gnollum við baseið mitt og eyði þeim creepum sem ég mæti (fleiri gnolls, Troll Shadow Priest (level 2) og 2 forest troll berserkers (lvl 4). Aumingja hetjan mín var orðin lág á hit points svo ég hélt norður aftur og inn í base.
Á meðan á öllu þessu saman var ég búinn að upgradea trénu mínu yfir í Tree of Ages. Eftir nokkra stund var ég búinn að dunda mér í bænum og búinn að húkka Tree of Life við gullnámuna sem ég clearaði áðan. Gott og vel, fór upp eftir kortinu með hópinn minn og priestess of the moon og safnaði á hana nokkrum levelum, kom henni upp í level 4. Þá var óvinur minn loks kominn á stjá, hann með level 1 lich að ráðast á tree of life. En nei, ég hafði eytt town portal scrollinu mínu fyrir nokkru og ekkert annað fundið, svo ég gat ekkert gert í því. Eftir að sigurinn var hans gerði ég tvö tree of life við gullnámur sem ég var búinn að hreinsa fyrir og byrjaði að hala inn pening. Á þessum tímapunkti var ég kominn með huntresses og einhver önnur unit sem að í mínum huga voru gagnslaus. Því miður var ég svo mikill n00b með night elves að ég taldi að huntress gæti attackað air units, svo ég fór að þær á fullu og hirti ekkert um archerana mína.
Nú var kominn tími til þess að finna óvininn. Ég fékk mér eina chimeru (rándýr dýr, og geta ekki ráðist á air units, eins og ég fékk að vita) og flaug með hana í suður. Þá var hann kominn með sitt base á þann stað sem að ég var áður og búinn að blokka innganginn með Spirit Towers (upgradeaðir ziggurats (undead farms:), virka eins og guard towers) og búinn að blokka innganginn með því, og ekki bara það, heldur komst ég að því að ef ég hefði farið í vestur eftir að ég var búinn að hreinsa út fyrir fyrstu gullnámuna hefði ég fundið hann, mjög veiklulegan án efa, og getað útrýmt honum. En þó taldi ég mig geta ráðist á hann og fór með her til þess að taka út spirit towerana. Því miður gekk það ekki neitt, ég vanmat greinilega mátt bygginganna, og hann náði að rústa her mínum, ásamt priestess, sem að fékk sér á lvl 5 í miðjum bardaganum. Þetta var aðeins einn af mörgum hlutum sem ég var vonbrugðinn með varðandi þetta match. Næstu vonbrigði voru þegar ég fór aftur inn í baseið. Óvinurinn var þá búinn að beita sér fyrir því að byggja upp her af frost wyrms og gargoyles, og ég hafði ekkert nema huntresses sem gátu ekki attackað air units. Ég reyndi nokkur rush á baseið hans en það var alltaf kveðið niður með fljúgandi illfyglum hans og á endanum fann hann aðalbaseið mitt og expansionin. Rétt áður en hann var að klára að rústa mér datt ég út úr leiknum vegna galla.

Villi