10. júní kláraði The Stoppable Force Karazhan, eftir að hafa farið í 20 skipti.

Þegar að raidið byrjaði kvöldið 10., vorum við með níu manns, þar af tvo healera, priest of paladin.

Við vorum frekar svartsýn á að geta gert nokkuð þetta kvöld þar sem að tveir bossar voru eftir og ósigraðir, Netherspite og Nigthbane.

Við ákváðum því að prófa að kíkja í kjallarann og kíkja á þennan Animal Boss sem að allir hafa verið að hlægja yfir. Við hreinsuðum kjallarann og þá kom leðurblöku bossinn og við náðum að skella honum í gólfið þegar að hann hafði drepið 5 af okkur.

Þetta var mesta loss kvöldsins.

Við ákváðum svo eftir þetta, “hell, afhverju ekki að prófa Netherspite, just for kicks?”, og skelltum okkur upp og hreinsuðum smá trash.

Við settum saman beam duty og skelltum okkur einu sinni og wipeuðum, en vorum ekki alveg að skilja hvernig við ættum að höndla Netherbreath phaseið þar sem að öll strat segja til um að maður eigi að hlaupa út um hurðina, en eftir patch 2.1 læsist hún þegar að encounterinn byrjar.

Við ákváðum því að prófa að outrangea Netherspite.

Það virkaði, og meira að segja eftir að hann hafði fengið græna beaminn til að heala sig um c.a. 20%, þá fór hann í gólfið í fyrsta tryinu með rétt strat.

“Hey, eigum við að sjá hvernig Nigthbane er?”

Við röltum niður aftur og út á svalirnar þar sem að Guildmasterinn okkar Hófí byrjaði að summona hann eftir smá yfirferð á tactics, just in case.

Við byrjum á að taka hann niður í 63% og ákveðum svo að prófa aftur.

Önnur tilraun. Nigthbane deyr.

Við vorum basically against all odds, samkvæmt þeim strategys sem að við höfum verið að lesa okkur til meðfram instanceinu.

9 manns, þar af tveir healerar, þar sem að sumir guidear sögðu minnst 4-5 healers. 9 manns í bossum sem að við vorum að fara í í fyrsta skipti og þar ofan á 1 member sem að var að fara í Karazhan í annað skiptið, og annan member sem að var að fara í raid í fyrsta skiptið.

Við erum sem sagt búin að klára allt Karazhan, og erum með opið fyrir recruitment til þess að full manna 25 manna raidin.

Endilega lítið við á http://www.thestoppableforce.com ef að þið hafið áhuga :)
nossinyer // caid