Alltaf er gaman að fara á battle.net og spila við aðra spilara. Sjálfur fer ég alltaf þegar ég get og spila mikið. Ennþá skemmtilegra er þó að hitta íslenskt fólk og spila. Það gerist þó sjaldan nema að maður hafiákveðið það fyrirfram eða eitthvað svipað. Þess vegna datt mér í hug að Íslendingar gætu mætt á Warcraft III ISL-1 á föstudögum kl. 21 (bara svona t.d.). Þá myndum við taka nokkra al-íslenska leiki og haft gaman. Svo gætum við haldið svona eins kvölds mót (nú er ég aðeins að fara yfir strikið) ef við nennum. Ég er viss um að þetta væri mjög skemmtilegt fyrir alla og þetta myndi líka geta verið svo góður staður til að deila reynslu og segja sögur frá fyrri bardögum.

Þetta þyrfti ekki bara að vera fyrir warcraft heldur gæti þetta líka verið fyrir StarCraft. Þó eru svo margir sem að hafa hætt að spila hann og snúið sér að Warcraft að það væri betur framkvæmanlegt í Wc.