Ok kannski titillinn ekki alveg sanngjarn. En ég komst yfir lánseintak af leiknum. Nota Bene er búinn að deleta honum út.:)
Leikurinn er rosalega flottur, en margt í honum sem ég er ekki nógu sáttur með. Þetta eru aðeins mínar skoðanir, svo að það sé á kristaltæru. það er búið að fjarlægja allt sem heitir bátur í þessum leik. Og það er alltof lágt limit í þessum leik. Ef allir kallar tækju einn matarskammt væri það í lagi en sumir kallar taka 5 matarskammta. þannig í staðinn fyrir að geta byggt 10 karla á hús er bara hægt að byggja tvo í sumum tilfellum. og eitt en, margt af því sem hægt var að byggja í war2 er ekki hægt að byggja í baseinu sínu. heldur verður maður að fara með hetjuna sína í hús út fyrir borgina sína og kaupa þar. og það er ekki nema hægt að kaupa nema 3 í einu. Og síðast er erfiðleikastig tölvunnar bara normal og hard. þannig að maður þarf að vera mjög kunnugur öllu í warcraft eða mjög fljótur að læra. Og það eru bara ekki allir svo fljótir að læra.
kv. ricardo