Jæja.... 

ég keypti mér Diablo fyrir nokkru síðan en fór ekki að spila hann fyrr en 3 vikum síðan. Spilaði hann flawless i 2 vikur en allt í einu BSOD ! Og nú er mér algjörlega fyrirmunað að fara inn í leikinn án þess að vélin crashi.... 

Spilaði WoW í mörg ár á sömu vél án nokkrus vanda og tala nú ekki um þessar 2 vikur áður en allt gerðist með Diablo!

Eyddi ótrúlegum tíma í að skoða og lesa mig til um þetta á netinu þar sem þetta virðist vera þekkt dæmi vs Diablo ? or not... en menn vilja tengja þetta leiknum á einhvern hátt samt sem áður.

ég gafst upp eftir langan tíma í að prufa allt mögulegt sem í minni tölvuþekkingu bjó plús allt og allar aðferðir sem ég fann á netinu sem reyndust hjálpa "sumum" en öðrum ekki. Sem og ég hef verið í GRÍÐARLEGUM samskiptum við þetta frábæra Blizzard support ... hóst... sem getur í 95% tilfella ekki svarað pósti á skynsamari hátt en að senda Staðlað svar til baka sem er bara RUSL. og engar lausnir.... 

Formataði vélina og í ganni mínu henti ég upp Windows 8 Beta útgáfunni sem er í raun ekki beta en það er önnur saga... En nákvæmlega sama dæmi byrjaði þegar ég keyrði upp leikinn.. komst inn í hann en svo þegar ég fer í annað borð þá crash. og svo bara crash eftir það um leið og ég opna leikinn.... Eru einhverjir með reynslu á því að keyra þessa leiki sem aðra á Win 8?

En vélin keyrir allt og alla leiki í besta lagi án nokkurs vanda, virðist af einhverju leiti bara rekjast til Diablo !

ER alveg að fá mig fullsaddan af þessu og í þann mund að fara að pakka leiknum saman eða skila honum.... 
En datt svo í hug að kasta þessu á ykkur snillingana hér á Huga og ath hvort aðrir hafi verið að lenda í þessu, fundið lausnir eða eru með lausnir sem ekki hafa verið prófaðar.... 

En þessi problem virðast vera á því sama og var í Windows 7 sem ég var með áður og virðist Win 8 vera að benda á sömu hlutina: 

C:\\Widnows\Minidump\101212-1679-01.dmp
C:\\User\xxxx\AppData\Local\Temp\WER-59186-0.sysdata.xml
En í win 8 bætir hún þessu hér við:

C:\\Windows\Memory.DMP

........ Einn þreyttur......