Það eru allir að tala um að Starcraft sé að deyja en ég er á þeirri skoðun að hann deyji aldrei. Ég meina kommon leikurinn er ennþá á toppnum á sumum sölulistum á síðum sem ég hef verið að kíkja á.
Fyrir utan það þá búa þeir til SC2 ég er viss um það, hvort sem þeir eru að því núna eða seinna. Þeir bjuggu til Diablo 2, og Warcraft 2 og 3, af hverju ekki Starcraft 2?
Ég er viss um að þeir reyni að halda því leyndu að þeir séu að búa hann til bara til þess að hann vekji meiri athygli.
Svo eru kannski ekki margar greinar sendar inn hérna af þvi að ef einhver reynir að senda inn eitthvað strategy sem honum finnst gott þá er hann rakkaður niður með kommentum eins og: Hver veit þetta ekki, Þetta vita allir o.s.fl. Það er nú bara þannig að starcraft er kominn til ára sinna og allir sem hafa spilað hann af eitthverju viti kunna nánast allt sambandi við hann. Það er bara ekki mikið um að tala þangað þeir drulla sér til að búa til sc2.
Þannig að ég mælið með þvi að þið spilið bara leikinn og hafið gaman af því, hann er ennþá besti strategy leikurinn í mínum huga(war3 á eftir að koma út).