Laugardaginn 19.maí verður haldið ASRock StarLeague á Classic SportBar þar
sem átta bestu StarCraft 2 spilarar Íslands berjast um titilinn “Sá besti”
Mótið hefst klukkan 18:00 og má búast við því að það verður búið um miðnætti.

Við ætlum að reyna troðfylla helvítis staðinn af eðal StarCraft áhugamönnum,
við munum gefa allskonar verðlaun fyrir áhorfendur t.d best spjaldið, bestu
stuðningsmennirnir og verða allskonar uppákomur á meðan mótinu stendur.

Classic SportBar mun pottþétt koma með flott tilboð handa okkur og er þetta
tilvalið tækifari að losna undan hversdagsleikanum og hitta góða vini yfir
StjörnuLeikni tvö (Íslenskir lýsendur) + skítkaldan bjór… gerist varla betra. :)

Sex manns fá boðsmiða á mótið og þeir eru:
Spilari Nick

Ivan Elí Du Teitsson Navi
Gunnlaugur Helgi Stefánsson Smung
Jökull Jóhannsson Kaldi
Daníel Ingi Þórarinsson Chrobbus
Andrés Pétursson Drezi
Stefán Alexis Sigurðsson Shake
?
?

Síðan fá efstu tveir spilararnir í GEGTWeekly Open 22.apríl
þáttökurétt á mótið. Það mót er single elimination best of three
þið getið allt um það á www.1337.is

Hérna er map pool fyrir ASRock StarLeague:
Metropolis LE
Daybreak LE
Metalopolis LE
Shakuras Plateau
Antiga Shipyard
Korhal Compound LE
Cloud Kingdom LE
Ohana LE

Öll möp verða Tournament edition (MLG eða GSL)
Fær hver spilari eitt veto í hverju best of 3.

Með bestu kveðju.

Þórir “GEGTturboD” Viðarsson
Jökull “iMpKaldi” Jóhannsson
Bergur “wGbNykur” Theódórsson