Við erum að recruita 2 sterka meðlimi í raðir okkar og er þetta í fyrsta skipti sem við höfum recruitað inn í guildið okkar.

Bonnie tyler fanclub er 6 ára gamalt guild sem hefur clearað allt content að undanskildu TBC contenti útaf inactivity. Í guildinu er mjög lítill en góður hópur af virkum spilurum sem flestir hafa verið í guildinu frá upphafi og þekkjast nánast allir innbyrðis í RL.

Ástæðan fyrir þessu er slæmur vinnutími sem skarast hjá meðlimum og gerir okkur því ekki kleift að halda 10 manna roasternum okkur í hverju einasta raidi en gefur þetta hugmynd að virkni meðlima. Guildið byrjaði nýverið að raida í cataclysm eftir próf og má benda á að normal content var clearað í fyrstu vikunni og höfum við einungis prófað halfus heroic og downað hann.

Við viljum fá skemmtilegt fólk með mikla raid reynslu og virkni innan guildsins. Við notum Mumble chat forritið í raids og eigum okkar eigin server (mjög auðvelt í uppsetningu) og eru ávallt meðlimir innan guildsins inná því.

Við erum alliance side á Grim Batol sem er mjög skemmtilegur og balanceraður server hvað varðar PvP og PvE virkni.

Endilega sendið mér message með helstu upplýsingum og armory profile á 1 eða fleiri kall sem þið hafið spilað hvað mest

Þess má geta að 4/10 úr grúppunni eru einnig virkir PvP-ers með 2200 + arena reynslu ef áhugi er fyrir því.

Aldur flestra meðlima er milli 21 - 25 ára en allt er tekið til greina svo lengi sem fólk hagar sér og fylgir almennri skynsemi.

Bætt við 30. maí 2011 - 22:37
Þess má geta varðandi raid tíma okkar að þeir eru sniðnir að aðstæðum og að því að sem flestir komast, flestir okkar geta raidað hvenær sem er og er hægt að ræða um fasta raid tíma.