Sælir / Sælar

Nú er staðan þannig að við erum nokkrir félagar í 10 manna raiding guildi sem höfum fengið okkur sadda af því að spila með slackers. Við erum búnir með allt nema Nefarian, Cho'gall og Al'akir en ástæðan fyrir því að þeir eru ekki down er einfaldlega sú að það vantar fleiri aktíva spilara. Við vorum því að velta því fyrir okkur hvort fleiri guild ættu við þetta vandamál að stríða. Þeas að það séu nokkrir topp spilarar en eru dregnir niður af öðrum í guildinu sem hafa ekki sama metnað. Því ákváðum við að gera þennan þráð og sjá hvort það væri eitthvað guild sem væri í svipaðir stöðu. Þá væri merge ekki vitlaust í stöðunni til að sameina bestu spilarana og búa til gott guild sem nær fljótu progressi í heroic raidum. Við í hópnum hjá okkur eru 5-7: 1-2 tanks, 1-2 healers og 2-3 dps.

Ef einhver hefur áhuga á slíku, hvort sem það er merge eða þá að recruita metnaðarfulla spilara, þá endilega hafið samband við mig hér í einkapósti.