Þar sem ég er sjálfur að byrja aftur í wow í catalysm þá er ég að velta fyrir mér að gera smá póst hérna fyrir guild að kynna sig og kanski segja örlítið frá því hvað þeir stefna á í catalysm.

Ég veit að það eru margir sem ætla byrja að spila aftur eftir expansion þannig það væri fínt að fá smá info um þau íslendinga guild eða guild með mikið af islendingum innanborðs og þá einnig ef þetta er 25 eða 10 manna guild, hvort þeir séu að pvpa eitthvað osfrv.

Það má þess vegna fylla inní þetta form

Nafn á Guildi:
Server:
Týpa af guildi?(casual/raiding/pvp)
Ef raiding guild þá 10 eða 25 manna:
Hversu margir active members:
Slóð á forum eða heimasíðu guildisins:

ég veit að það er til svona listi einhverstaðar en held að hann sé úreldur og því litið vit í að skoða hann.
Endilega officers og guild leaders og já bara allir endilega að kynna guildið ykkar hérna.

Bætt við 8. nóvember 2010 - 19:00
Fínt væri að setja líka ca meðal aldur í guildinu:)