Íslandsmótið í StarCraft 2 í hnotskurn

Jæja Íslandsmótið í StarCraft 2 er í fullum gangi og verða í dag spilaðir úrslita leikirnir
í StarLeague A og StarLeague B. Hægt að er að horfa á þá hér http://ridlar.sverrir.is/stream/
við munum byrja núna uppúr eitt og má búast við að við verðum eitthvað fram eftir degi.
Livestreaminu er lýst af taqtiX og TurboDrake.

Til gamans má geta að þetta er fyrsta íslenska mótið í StarCraft 2 og fyrsta íslenska
tölvuleikjamótið sem er lýst út á netið við reynum náttúrulega okkar besta í að lýsa þessum
leikjum, við viljum minna fólk á að við erum ekki Day9 eða Artosis. : - )

Mótið sjálft hefur gengið gríðarlegar vel, við byrjuðum upp úr 20:00 á föstudagskvöldinu og kláruðum
við riðlana það kvöld. Það voru fjórir í hverjum riðli og spiluðu allir við alla í riðlunum.
Þeir sem enduðu í fyrsta og öðru sæti í hverjum riðli fóru í StarLeague A og þeir sem enduðu í þriðja
og fjórða sæti fóru í StarLeague B. Þetta gerðum við til að fólk gæti spilað fleiri
leiki og haft meira gaman.

Hægt er að sjá hvernig riðlarnir og útsláttarkeppnin hafa þróast á mótinu á http://ridlar.sverrir.is/
þar uppi getið þið valið StarLeague A og StarLeague B.
Ég hvet alla til að horfa á þá leiki sem eftir eru og ætlum við að lýsa sem flestum á Íslensku.

Að lokum vill ég þakka styrktaraðilunum okkar PFAFF, Vodafone og Kísildal fyrir glæsileg verðlaun,
hefðu þeir ekki hjálpað okkur með þetta hefði þetta ekki orðið að veruleika þannig að við í stjórn
Icelandic StarLeague þökkum kærlega fyrir okkur og eigið þið hrós skilið!

Mbk.
Þórir Viðarsson
Einar Ólafsson
Sverrir Karl Ellertsson
Krissi cool