Dagana 14-15 ágúst verður haldið fyrsta Íslandmótið í StarCraft 2 eða ICE Starleague #1

Skráning verður fyrir 32 manns og verður spilað í átta riðlum. Það verða fjórir í hverjum riðli og komast tveir efstu áfram. Riðlakeppnin mun klárast á laugardeginum 14.ágúst þannig að 16 manna úrslit fer fram á sunnudeginum.
Riðlakeppnin mun byrja kl 17:00 á Laugardeginum og verður mætting kl 16:00.
Á sunnudeginum byrjum við kl 16:00 og er mætting kl 15:30

Allir leikirnir í riðlum og útsláttarkeppninni verða spilaðir eftir best of 3 reglunni.

Notast verður við forritið Mumble og þurfa allir að vera með það, gefnar verða upplýsingar
um það seinna. En það er hægt að ná í það hérna


Listi yfir kort:
Steppes of War
Blistering Sands
Scrap Station
Desert Oasis
Lost Temple
Kulas Ravine
Metalopolis
Delta Quadrant
Xel’Naga Caverns

Val á korti
Við erum búnir að velja eitt kort fyrir hverja umferð sem verður spilað fyrst.

Eftir það fær sá sem tapar að velja næsta kort.

Ekki er leyfilegt að velja sama kort og hefur verið spilað í sömu umferð

Í riðlakeppninni verður fyrsta kort fyrirfram ákveðið eins og sést hér fyrir neðan:
1. umferð: Steps of War
2. umferð: Lost Temple
3. umferð: Metalopolis


Mikilvægt:
Check-in kl 16:00 laugardaginn 14.ágúst
Check-in lýkur kl 16:40. Skráning opnar á nýjan leik ef það vantar mannskap.
Raðað verður í riðla kl 16:40
Mótið hefst kl 17:00

Replays:
Nauðsynlegt er að save’a öll replays. Sigurvegari hverrar viðureignar sér svo um að senda þau á turbodrake@hotmail.com

Annað:
Öllum er velkomið að taka þátt og þeir sem detta út mega að sjálfsögðu horfa á leikina eftir að þátttöku þeirra lýkur. Munið að taka góða skapið með ykkur og segja gl hf í byrjun og gg í lok leiks. Þetta er meira hugsað sem skemmtun til að þjappa saman samfélaginu en ekki eitthvað sem á að taka of alvarlega.

Það er ekkert Íslendingasvæði á battle.net eins og er og því er þetta gott tækifæri til að geta spilað með öðrum samlöndum sínum.

Síðasta mót sem við héldum var skráning haldin samdægurs föstudaginn um verslunarmannahelgina og náðum við auðveldlega í 16 manns. Við reiknum því með að ná að fylla skráninguna núna en ef það gerist ekki munum við endurskoða fyrirkomulagið.

Vonumst til að sjá sem flesta og endilega skráið ykkur sem fyrst.

Hérna er svo replay pakki úr TurboDrake open Íslendingamótinu sem haldið var á dögunum.

Skráning:
Skráningin er hafin. Athugið að almennur notandi sér bara nick, character code og race.

Skráning hér

Þið sjáið lista yfir skráða notendur á tenglinum hér yfir ofan.

Við viljum minna fólk á ef um forföll eru að ræða verður að tilkynna þau til mótstjóra á netfangið
turbodrake@hotmail.com.

Bætt við 3. ágúst 2010 - 22:16
Viljum við minna fólk á að skráning heldur áfram fyrir þá sem vilja eiga möguleika á að taka þátt í Icelandic StarLeague #1. En þetta mót verður takmarkað við 32 keppendur. Eftir að skráning fyllist fara menn á biðlista. Þeir sem mæta ekki tímanlega í check-in detta út og aðrir koma inn í staðinn.

Að þessu sinni verðum við ekki með verðlaun en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.