Sælir nú!
Í gær fór fram TurboDrake Open #1 og alls skráðu sig 16 manns, mótið byrjaði kl 20:30 og var aðeins lengur en við bjuggumst við eða til 03:30. Spilað var eftir reglunni “Double Elimination” sem virkar þannig að þú hefur tvö líf. Ef þú tapar viðureign ferðu í “loser´s bracket” og ef þú tapar
annari viðureign þar ertu dottinn út. Í úrslitaviðureigninni þarf sigurvegari winner's bracket að sigra einn best of 3 til að bera sigur úr býtum. Hins vegar þarf sigurvegari loser's bracket að sigra tvo best of 3 leiki.

Nú þegar fyrsta keppnin er búin erum við byrjaðir strax að plana næstu keppni og ætlum við nátturlega að bæta okkur og gera þetta stærra. Við ákvöddum í gær kl 13:00 að prufa halda svona bracket mót og héldum við að við værum frekar bjartsýnir að ná 16 manns um Verslunarmannahelgi… en alls ekki það voru tveir sem vildu komast í mótið eftir að það var fullt og þekki ég 5-6 persónulega í viðbót sem voru uppteknir í útileigu / vinna etc.

Hérna fyrir neðan kemur svo list með top 6 leikmenn og linkur þar sem við sjáið hvernig þetta fór fram.

#1 taqtiX (P)
#2 TurboDrake (P)
#3 Rikardur (T)
#4 absalom (Z)
#5-6 Gemini (Z)
#5-6 Grissi (P)

http://www.simnet.is/einarb/tdopen.htm

Minni ég þá sem tóku þátt í mótinu að senda replays á turbodrake@hotmail.com
ætlum við að reyna gera smá replay pakka fyrir hvert mót.

Vill ég fyrir hönd “TurboDrake open” þakka öllum fyrir þáttökuna og skilning á töfum, þar sem t.d kom nýr patch í miðri keppni og þurftu allir að ná í hann, vonast ég að allir skrá sig í næsta mót þar sem verður mjög líklega auglýst með meiri fyrirvara og skráninga system á netinu.

Takk fyrir mig.
Kv Þórir “TurboDrake” Viðarsson