Ég keypti alla WoW leikina síðastliðið haust og spilaði í c.a. 4 mánuði. Svo hef ég ekki spilað hann neitt síðan fyrir áramót, en ákvað núna eftir prófin að kaupa mér eitt game card.

Þegar ég sest við tölvuna með 6 þúsund króna game card-ið og ætla að bæta því inn á accountið mitt, þá kemst ég að því að gamla accountinu mínu, sem ég er ekki búinn að snerta í 5 mánuði, hefur verið lokað og bannað.

Nú veit ég ekkert hvers vegna accountið var bannað, en ég hef allavega aldrei lekið passwordinu. Ég hef í langan tíma alltaf deletað öllu frá Blizzard í inboxinu mínu því að stór meirihluti þeirra er alltaf eitthvað official-looking scam.

Og til að fá spyrjast fyrir um svona vinnubrögð, þarf ég að fylla út eitthvað form þar sem ég þarf að vita m.a.s ‘answer to secret question’, og ef ég hef það ekki á hreinu þá verð ég að senda mynd af ökuskírteininu mínu og eitthvað fáránlegt vesen…

Og svo get ég ekki postað á official forums

Ég get ekki einu sinni búið til nýtt account og spilað það því að CD-Keyinn minn er bundinn við þetta account sem er bannað!

Veit einhver hvað gæti verið í gangi?