Óli skrifar:
“Some Kind of Wonderful er íslenskt horde guild sem var stofnað á Al'Akir fyrir næstum því ári af íslenskum vinahóp staðsettum á Sauðárkróki. Upprunalega var guildið eingöngu vinaguild og ekki nægur mannskapur fyrir raiding en í desember joinuðu okkur nokkrir drengir úr Reykjavík og vorum við þá tilbúnir til þess að byrja að raida 10- manna content. Fyrsta ICC 10 raidið okkar var svo þann 9. janúar og síðan þá höfum við drepið 8/12 bossum með mismunandi árangri, en núna erum við komnir með góðann core hóp og progress ætti því að ganga hraðar.

Núna viljum við taka stökkið yfir í 25 manna content og vantar okkur þá góða spilara sem að vita hvað þeir eru að gera og hungrar í progress.

Við raidum 3 sinnum í viku, fimmtudaga, sunnudaga og þriðjudaga frá 20:00-23:30 og verða þetta 25 manna dagarnir. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn verðið þið að minnsta kosti að taka þátt í 2/3 raidum í hverri viku.

Markmið okkar er að ná mjög góðu og hröðu progressi en á sama tíma viðhalda vinalegum anda í guildinu. Vegna þessa er algjörlega nauðsynlegt að allir mæti með flasks og foodbuffs í raid og leggjum við einnig fram þá kröfu að allir lesi tactics fyrir raids.

Umsækjendur verða að hafa náð 17 ára aldri. Þetta er auðvitað til viðmiðunar en það eru náttúrulega undantekningar sem fylgja öllum reglum og við gætum mögulega tekið inn góða 16 ára spilara, en varla yngra en það.”

Við erum opnir fyrir alla classa eins og er, en við eigum ekkert af resto shamans, shadow priests, balance/feral druids, death knight tank né dps warrior.

Vefsíðan okkar er á þessum link: Some Kind of Wonderful