Jæja, núna hef ég spilað þennan leik frá 2005, verið alger casualfag og carebear. (þ.e, mestmegnis stundað PvE)

Núna er kominn tími til að horfast í augu við það að ég sökka í PvP, og kannski gera e-ð í því. Arena heillar mig ekkert rosalega, og ég hálf sakna BG's úr vanilla. Hef aðeins verið að lesa mig til um þetta, og það eru dómsdagsræður allstaðar um battlegrounds í dag.

Þannig að spurningin mín er: er til -einhverstaðar- battlegroup/realm sem er með svipað ratio milli Horde og Alliance og með þolanlegt queue? Orðinn hálf þreyttur á 40mín queues og að vinna WG -kannski- á fullu tungli.