Sælt veri fólkið

Er hér eingöngu að athuga áhugann á fólki hér hvort það séu einhverjir spilarar með sömu þrá og ég, að geta PvP-að eins mikið og ég vill en samt geta raidað 1-2 sinnum í viku fyrir gear/badges án þess að vera í pugi.

Geri þá kröfur að menn eru 20+ og ekki skemmir það ef þið skylduð hafa einhverja PvP reynslu, sjálfur er ég enn að læra á mage en spilaði í TBC rogue og var þá ~2.2k ratingi á þeim tíma. Einnig að menn geti verið þolinmóðir og haga sér ekki eins og algjörir asnar.

Hvað varðar gear þá er ég nýdingaður og í PvP gear svo mér er sama um gearinn þar sem það tekur enga stund að geara upp.

En eins og ég tók fram í upphafi þá er þetta eingöngu hugmynd á þessum tímapunkti en ef það er nógur áhugi þá verður þetta að veruleika.

Áhugasamir geta sent mér skilaboð hér eða talað við mig ingame undir nickinu Skari.


ATH, nafnið á guildinu er ekkert fest.
//Skari