Hæ, ég er með internet hjá símanum og er það svosem ekki merkilegt nema þegar ég reyni að spila wow þá virðist vera eithvað mikið að. Ég er búinn að testa hraðann og það er ekkert að tengingunni, þeas ég fæ gott ms/ping í öðrum leikjum, góðann p2p hraða og torrent hraða, en wow er alveg í ruglinu. Vinur minn í næsta húsi spilar á sama server og er með vodafone tengingu og hann er góður, svo ég var að spá hvort það gæti verið eithvað að hjá þeim, eða þeas hvort eithver væri að lenda í svipuðu. Auðvitað er ég búinn að hafa samband við þjónustuverið en strákarnir þar halda að bandvídd sé eithvað ofaná brauð svo ekki mikil hjálp þar.

Bætt við 19. september 2009 - 21:28
mér langaði líka að bæta við einni kjánalegri staðreynd; það gengur betur að spila (þeas minna MS) ef ég er með torrent í gangi…