Hver man ekki eftir því að hafa barist við aðra spilara um fyrsta sætið á damage meter. Það er eitt af því sem ég myndi kalla að vera í samkeppni, og sá sem er hæstur er samkeppnishæfastur.

Það er ætlunin með þessum korki að koma af stað umræðu um hvaða hlutir utan gear og inputi í leiknum á lyklaborðið valda því að spilari er tilbúnari í slaginn og nær að standa sig betur í WoW.

Í fljóti bragði dettur mér nokkur atriði í hug sem hafa skipt sköpum meðan ég hef keppt í arena.

- Svefn, ertu nógu vel hvíldur og viðbrögðin á hreinu?

- Momentum, er skapið og viljinn til árangurs til staðar?

- Áreiti í kringum þig, mér finnst nauðsynlegt að ekkert trufli mig meðan ég er að spila competitive.

- Jákvæðni, eftir að tapa nokkrum leikjum í röð getur árangurinn dropað talsvert.

- Búnaður, Það virkar ekki að keppa á móti spilara með 60 fps ef þú ert að fps dropa og lagga í rusl.

- Addons, þau geta borið þig til árangurs.


Ég ætla að stoppa upptalninguna hér með, en mér þætti gaman að heyra álit annarra á hvað hjálpar þeim í því sem ég vill kalla competitive WoW spilun, hvaða þættir valda því að spilurum hafa gengið vel.
Arena spilarar með jafn gott gear, sem nota sama combo eru á mjög mismunandi rating bili. Hvað teljið þið hugarar skilja 1850 rating lið frá 3000 rating liði?

Bætt við 2. september 2009 - 12:55
Hingað til hafa bæst eftirfarandi atriði frá öðrum spilurum:

- lumma, tvöfalldur árangur

- Örvandi efni eins og koffín, við þekkjum flest öll áhrif þeirra