Jæja ég og vinur minn eigum það til að fara spila á Hamachi á öðru hverju og það vill vera þannig að hann er súper nörd og vinnur mig alltaf með zerg og það er að fara í mínar fínustu. Þannig ég ætla að spyrja ykkur hina súper SC nördana hvað er besta tacticin sem ég get notað á móti zerg, og ekki benda mér á svona síður sem segja mér hvað á gera heldur bara hvað ég á að gera í stuttu máli.

Enn taktíkinn hans er oftast zergling rush og ef það feilar þá massar hann her og kemur oftast með flying gaura og flankar turnana mína og endar þannig oftast að hann hefur eitthvað crab people sem drepa turnana mína úr fjarlægð því þeir drífa ekki.

Svo er ég í general mjög defensive.