Karthiel var Orcish Shaman á lvl 32. Einstaklega sjálfumglaður gaur sem hafði aldrei tapað bardaga á móti Alliance playerum og hafði tröllatrú á strategíunni sinni sem byggðist að mestu leiti á að spamma frost shock og /spit macro á óvininn þangað til að hann datt niður dauður. Semsagt alveg yndislegur náungi… Hann leit uppí himininn, þetta var stjörnubjört nótt og honum leið vel, nýbúinn að drepa u.þ.b. 300 úlfa fyrir 30 úlfa tennur sem einhver klikkaður Tauren uppí litlu tjaldi lengst uppí fjöllum vildi fyrir enga sýnilega ástæðu en var samt tilbúinn að borga honum 30 silfur peninga fyrir það… Hann gekk rólega eftir litlum slóða lengst uppeftir í Stonetalon Mountains. Honum algjörlega að óvörum stökk alltíeinu fram úr litlum runna fram Troll Rogue sem byrjaði a tala á undarlegu tungumáli. Hann skildi voðalega lítið en náði að leggja þetta á minnið “Lolz, c4n y0u l1kze h3llp m3 kil1 a b0s m8??!!1?.. H3 Dr0p epix, plx!! Kthxbye!!”
Karthiel horfði undrandi á hann en afráð svo að hann væri andsetinn af einhverjum illum púka og hjó svo af honum hausinn. Hann tók svo peacebloom uppúr pokanum sínum og varlega staðsetti ofan á brjóst trollsins og felldi svo eitt tár. Svo gekk hann út í nóttina brosandi út í annað munvikið ánægður með góðverkið sem hann hafði rétt í þessu gert. Karthiel gekk áfram um nokkra stund eftir slóðanum en sá þar úr fjarska mann , líklega Paladin miðað við það að honum gekk ákaflega illa að drepa ofurlitla kanínu jafnvel þótt hann væri með exi á stærð við meðalstórann hund. Hann greip samstundis til vopna og réðst á móti honum. Paladininn var í fyrstu undrandi en varð svo alveg rólegur eins og að hann tæki ekki eftir snarklikkaða blóðþyrsta Orkanum sem var að lemja hann með stórum hamar þöktum göddum og settist aðeins niður og byrjaði að lesa dagblað. Karthiel lamdi og lamdi og lamdi og náði loks að rjúfa brynju Paladinsins eftir 20 mínútur af stanslausum barsmíðum og hélt að hann mundi ná að drepa hann.. Paldininn byrjaði þá hlæja að Karthiel og notaði svo Divine shield og Hearthstone á meðan hann hló villimannslega að Orkanum. Karthiel brjálaðist þá algjörlega og tók barði ákaft á lyklaborðið! Svo fór hann á Worldofwarcraft.com og skrifaði stuttorðan en ákaflega orðljótann kork um Paladins og deletaði svo Worldofwarcraft accountinu sínu og fór svo í Counter Strike. THE END!

Þessi var skrifað af meistara Shrike fyrir 4 árum, sennilega það fyrsta og með því fyndnasta sem ég hef séð á huga.