Góða kvöldið,

nú er ég kominn með leið á því að spila wow alltaf í lægstu gæðum. Er með 1024 mb vinnsluminni og frekar ömurlegt skjákort. Processorinn sjálfur er 2.8GHz sem er nú ekki svo slæmt þannig að ég hef ákveðið að uppfæra skjákortið og bæta við vinnsluminni.
Skjákortið mitt núna er Gforce FX 5700.

Hvað svona myndu þið hugara elskurnar mínar gera, hvar myndu þið kaupa nýtt skjákort og nýtt vinnsluminni og hvað myndu þið kaupa, t.d. hvaða skjákort. Á ekkert mega pening þannig að það yrði að vera ágætlega ódýrt, þ.e.a.s. ekki það dýrasta.

Með von um ágætis svör fyrir lítinn saklausan shaman sem vill geta spilað arena leikina sína í bestu gæðum án þess að lagga eins og gamall iPod.
sviE | Silicon Valley Internet Exchange