Komiði Sæl og blessuð kæru notendur á huga. Þessi póstur er svona vænn frétta póstur frá íslenska guildinu Skemmileggja. Við erum staðsettir á servernum Grim Batol og gengur allt nokkuð vel hjá okkur.

Þær helstu fréttir eru að við erum að gera okkur ready fyrir Ulduar patchinn sem er vonandi að koma sem fyrst. Við erum að gear'a sem flesta upp og reyna að komast sem lengst í PvE content í leiknum áður en patchinn kemur út.

Hingað til eru við með Naxx 25 manna á farm, auk þess að gera 10 manna naxx á milli raid daga til að gear'a upp bæði alts ef þess þarf, ásamt fólki sem þarf gear úr naxx. Við erum oftast að taka full 25 manna naxx á 2 dögum með þá mögulega Malygos lika down.

Við vorum fyrsta íslenska guildið til að clear'a allt content í venjulegu mode'i(þ.e.a.s. án dreka á sartharion). Erum búnir með Malygos 25 manna, Naxx 25 manna og Sartharion 25 manna ásamt því að drepa hann með einum dreka og er planið að ná tveimur sem fyrst svo hægt sé að move'a fyrir Twilight Vanqisher.

Guildið er búið að vera mjög active seinustu vikurnar og mánuði. Mjög sjaldan búnir að missa úr raids og oftast gengið mjög vel í raidum. Hins vegar til að hafa meira úrval af leikmönnum og gera algjörlega út við vandann að að missa af raids erum við að recruita íslenska players fyrir næsta patch. Það vill svo til að flestir class'ar eru velkomnir en við erum þó mjög vel settir af tanks og erum ekkert í veseni með dk dps.

Það er mjög góður andi í guildinu. Hef ég sjálfur sem samdi þennan texta, séð tvo atburði síðan ég joinaði guildið snemma á þessu ári. Eitt kvöldið tóku nokkrir guild members sér til og fóru í bíó sem þeir skipulögðu á guild tjatt og í þessum mánuði var haldið guild party sem endaði með að einn vesalingur úr mosó endaði með andlitið við klósettið mikinn part af kvöldinu.

Þeir sem stjórna guildinu eru fjórir. Skass er guild master og officers eru Klobbi, Cybermage og Alcasan. Fyrstu 3 eru mjög active og auðvelt að sjá þá online og eru þeir oftast til í spjall ef áhugi er fyrir hendi að hoppa í okkar hóp sem guild member of Skemmileggja.

Svona fyrir þá sem eru að hugsa um þetta en eru efins, þá var ég einmitt í svipuðum aðstæðum. Ég var á öðrum server að reyna micrate'a á þennan, gekk ekki og reyndum við félagarnir við annan server. Það byrjaði vel en endaði illa og við enduðum með að joina Skemmileggja og hefur það verið mjög gaman. Þannig ég mæli klárlega með þessu guildi, flottur félagsskapur, gaman að raida með Íslendingum ásamt því að við erum komnir langt í raid content í leiknum og stefnum en lengra

Vil ég þakka þeim fyrir lesturinn, sem fóru yfir allan póstinn, svo langt til að lesa þetta. Vonandi mun ég sjá einhverja ferska huga notendur apply'a í guildið.

Takk fyrir mig
Herces(svo mega Hr. Pendla og Frú Klobbi fá eitthvað credit fyrir að hjálpa og laga þennan póst aðeins.

Guild vefsíðan er: http://skemmileggja.guildomatic.com/forums
Server: Grim Batol
Faction: Horde
Guild name: Skemmileggja
Officers name: Skass, Klobbi, Cybermage og Alcasan.