Jæja, fyrir ca. ári og nokkrum mánuðum hætti ég í WoW, aðalega vegna þess að accountinn minn var bannaður.

En ég hef verið að skoða WotlK, þó svo að ég hafi spilað Age of Conan nýlega þá finnst mér hann mjög góður en bara ekki nærrum því jafn, hvað á ég að segja, maður verður ekki jafn háður honum hehe =)

Já ég var bannaður, eða accountinum var lokað „tímabundið“ vegna þess að ég reportaði að mig vantaði 300g af accountinum (jáb það er satt mig vantaði skyndilega 300g) og einhver hálfvita GM talaði við mig, sem kunni varla ensku and I quote: „I close ur accont now investigat“.

Ég fylgdi þeim skrefum sem ég fékk send í e-maili en ég fékk hann ekkert aftur.

Ég vil spila aftur fyrir WotlK, og auðvitað langar mig að prufa Death Knight en ég er að forvitnast hvort einhver geti bent mér á eitthvað sem ég get gert?

Ég hef nú þegar sent þrisvar webform mail, með account nafni mínu, cdkey og svari við leyni spurningunni en ég hef ekkert svar fengið.

Any pointers?

Bætt við 5. október 2008 - 21:40
Takk fyrir svörin, ég ætla að bíða í nokkra daga til viðbótar og hringja svo. Hef áhyggjur samt að ég verð öskuillur út í þessa hálfvita :)

Vonandi sé ég ykkur online á Doomhammer þegar ég verð unbanned :)
Kveðja, Nolthaz.