Flestir kannast ábyggileg við það að þurfa að reinstalla wow eftir að tölvan hefur crashað eða það hefur bara eitthvað í möppunni farið í fokk eftir fikt. Reinstallið er mislangt hjá fólki..Lágmark einhverjir tímar með wow-tbc-pötchum… En það er svo einfalt að komast hjá þessu.

Til þess að komast hjá leiðinlegu reinstalli er gott að vera með kanski 2 harðadiska í tölvunni sinni, eða vera með flakkara. Eftir að hafa downlodað wow þá ertu væntanlega með hana á c drifinu, samt ekkert endilega. Allavega sama hvað þú gerir, þá mæli ég með því að þú ATRITIR wow möppuna með öllu sem í henni er og setir hana á einhvern annan stað, annan harðadisk, flakkara eða bara einhverja aðra staðsetningu. Svo ef fyrri wow mappan þín fer í fokk þá einfaldlega eyðirðu henni, afritar svo afritið þitt á gamla staðinn, og þú getur spilað eins og ekkert hafi gerst. Svo bara eftir að hafa straujað c drifið eftir crash eða eitthvað annað þarftu ekki að reinstanna, þarft bara að ná í hina wow möppuna. Wow Mappan er ekki bundin við tölvuna, þú getur afritað hana og notað hana á flakkara og hvaðeina, og haft hana hvar sem er. Þetta er orðið pínu langsótt en ætti að vera auðskyljanlegt :D