Sælir, þannig er mál með vexti að það er búið að banna wow accountinn minn. Það sem verra er að ég hef ekki hugmynd um afhverju. Ég hef aldrei prófað neitt cheats, aldrei verið með neinn kjaft. Það mesta sem ég hef gert er að vera með einhverja lélega kynferðislega brandara í guild chat, sem ég efast um að hafi sært einhvern þar sem þetta voru flest allir gæjar á aldur við mig sem voru ekkert skárr sjálfir.

Mig langar að spyrja ykkur hérna hvort þið kannist við að svona lagað hafi gerst einhvern tíman. Þetta er í alla staði fáránlegt. Svo er þjónustan hjá blizzard náttúrulega svo æðisleg að svona mál taka eflaust ca 2 - 3 mánuði til að fara í gegn.

Bætt við 22. apríl 2008 - 18:14
This World of Warcraft account has been closed and is no longer available of use. Please go to http://www.wow-europe.com/en/misc/banned.html for further information.

Þetta er allt sem ég fæ þegar ég reyni að logga mig on.