Jæja drengir og stúlkur!

Nú væri öll aðstoð vel þeginn. Ég hef sem sagt spilað wow alltof lengi, árangurinn eru 5 lvl70 stykki. Ég hef aldrei, ég endurtek ALDREI verið með eitthvað nett UI, einu addons sem ég hef notað eru dmg meters og ct_modin sem mér hefur fundist ég verða að hafa.

Núna langar mig að setja upp eitthvað flott interface hjá mér, ég spila aðalega róginn minn svo það má alveg vera eitthvað “rogue UI” en annars skiptir það engu máli, bara að það sé flott og þægilegt. Var að lesa mér til um eitthvað eepanels sem mér finnst looka vel en ég fæ það ekki til að virka, gamalt version kannski?

Öll hjálp vel þeginn, er kominn með nett leið á default settings.